fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

ESB margfaldar útgjöld til heilbrigðismála

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. janúar 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB vill að útgjöld sambandsins til sameiginlegra heilbrigðismála verði hækkuð verulega og verði 23 sinnum hærri en þau eru nú. Framkvæmdastjórnin vill einnig að ESB fái meiri völd yfir heilbrigðisstefnu aðildarríkjanna í framtíðinni.

Áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á hafði ESB eiginlega ekki neinu hlutverki að gegna hvað varðar heilbrigðismál aðildarríkjanna. En eftir að heimsfaraldurinn skall á hefur heilbrigðisstefna og barátta gegn faraldrinum verið í aðalhlutverki í Evrópu. Faraldurinn hefur varpað ljósi á að ESB er ekki í stakk búið til að sameina aðgerðir aðildarríkjanna í baráttunni og að geta sambandsins í þessum efnum er ekki mikil. Einnig liggur ljóst fyrir að það þarf að segja meira fé í heilbrigðiskerfi aðildarríkjanna.

Þetta er að minnsta kosti mat framkvæmdastjórnarinnar sem leggur til í tillögu að nýjum fjárlögum ESB að sérstök heilbrigðisáætlun verði sett á laggirnar innan sambandsins og að um 9,5 milljörðum evra verði veitt til hennar á næstu sjö árum. Megnið af peningunum á að taka að láni í gegnum endurreisnarsjóð sambandsins. Áður hafði verið reiknað með að verja um 400 milljónum evra til heilbrigðismála á næstu sjö árum.

Áætlunin hefur fengið heitið EU4Healt. Ekki er hægt að líkja henni við heilbrigðiskerfi aðildarríkjana því hún á ekki að veita sjúklingum meðhöndlun en hún mun hafa mörg önnur hlutverk. Henni er ætlað að vernda íbúa aðildarríkjanna fyrir alvarlegum heilbrigðisógnum sem virða landamæri að vettugi. Hún á einnig að bæta aðgengi fólks að lyfjum, lækningatækjum, styðja við nýsköpun og sjá til þess að verðlagning sé ásættanleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna