Föstudagur 26.febrúar 2021
Eyjan

Sigríður sakar RÚV um virðingarleysi í garð World Class: „Notaleg stund hjá ríkisstarfsmönnunum við hljóðnemann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 18:50

Samsett mynd DV. Skjáskot Hringbraut (t.v.) og skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sakar Björn Þór Sigbjörnsson, dagskrárgerðarmann á Rás 1, og Guðmund Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, um virðingarleysi í garð líkamsræktarstöðvakeðjunnar World Class, sem og til einkaatvinnurekstrar í heild. Tilefnið er viðtal Björns við Guðmund sagnfræðing á Rás 1.

Sigríður ritar pistil um þáttinn og birtir skjáskot af frétt RÚV (sjá meðfylgjandi mynd) af uppsögnum World Class á 90 starfsmönnum:

„Björn Þór Sigbjörnsson á Rás 1 ræddi við Guðmund Hálfdánarson prófessor í sagnfræði á mánudagsmorgun. Guðmundur hefur verið áður í viðtali á sama vettvangi og er hann mjög hlynntur hvers kyns hömlum á atvinnurekstur, skóla og íþróttir í þágu sóttvarna. Ekki var morgunútvarpið vettvangur fyrir mismunandi skoðanir, eins og lög mæla fyrir um, þennan morguninn heldur lagðist þáttarstjórnandinn á árarnar með viðmælanda sínum og sagði: „Það eru helst tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Bjössi í World Class sem eru óánægðir.“

Sigríður bendir á að fyrirtækið World Class sé ekki einn maður, umræddur Björn Leifsson – Bjössi í World Class – heldur sé hagur nokkur hundruð fjölskyldna hér undir. World Class sagði upp 90 manns í dag en líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar stóran hluta úr árinu vegna sóttvarnareglna og mega ekki hafa opið:

„Þótt sjálfsagt hafi þetta verið notaleg stund hjá ríkisstarfsmönnunum við hljóðnemann þótti mér þetta virðingarleysi þeirra við atvinnurekstur í landinu ekki notalegt. Fyrirtæki eins og það sem þarna var nefnt eru ekki bara einn maður. Þarna er hagur nokkur hundruð fjölskyldna undir. Að ógleymdum viðskiptavinunum sem mæta á eigin ábyrgð sér til heilsubótar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Forseti megi ekki sitja lengur en tólf ár

Forseti megi ekki sitja lengur en tólf ár
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bólusetningadagatal komið út – Hvenær verðið þið bólusett?

Bólusetningadagatal komið út – Hvenær verðið þið bólusett?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samfélagsmiðlar og leitarvélar stýra hvernig við sjáum heiminn

Samfélagsmiðlar og leitarvélar stýra hvernig við sjáum heiminn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa Björk vildi toppsætið – Svo rann upp fyrir henni að uppstillingarnefndin væri ekki líkleg til að velja hana í það

Rósa Björk vildi toppsætið – Svo rann upp fyrir henni að uppstillingarnefndin væri ekki líkleg til að velja hana í það