fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Staksteinar gagnrýna lögregluna vegna máls Bjarna Benediktssonar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. desember 2020 07:45

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins fjalla um mál Bjarna Benediktssonar, efnahags- og fjármálaráðherra, frá því á Þorláksmessu í dag. Þá var Bjarni staddur í Ásmundarsal þar sem fjölmenni var og sóttvarnareglur voru ekki virtar. Segja Staksteinar að Bjarni hafi sýnt ámælisverða óvarkárni, að minnsta kosti eftir að fólki fjölgaði í salnum. Hann hafi beðist afsökunar sem sumir taka gilt en aðrir ekki.

Staksteinar bera hegðun Bjarna saman við hegðun Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sem braut sóttvarnareglur á Þorláksmessu og hegðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem faðmaði Seyðfirðinga. Segja Staksteinar að mörgum hafi orðið hált á sóttvarnasvellinu og það sé ekki til eftirbreytni.

Því næst víkja Staksteinar að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og gagnrýna hana. „Vinnubrögð lögreglunnar, sem tók það upp hjá sér að gera fréttamál úr atvikinu með afar óvenjulegum hætti eru einnig ámælisverð. Háðsglósa um „háttvirtan ráðherra“, annarlegar dylgjur um ölvun og kossaflangs, rangar staðhæfingar um aðstæður, og furðuleg undanbrögð þegar fjölmiðlar grennsluðust nánar fyrir, hafa skaðað trúverðugleika hennar. Ekki síður þegar haft er í huga að tvennir fjölmennir tónleikar voru í miðbænum sama kvöld, án þess að það kæmi fram í „Dagbók lögreglunnar“.“

Að lokum segja Staksteinar að afstaða stjórnarandstöðunnar komi ekki á óvart. Það sé ekki fréttaefni að hún vilji ríkisstjórnina feiga. „Hvað þá tilboð Píratans siðprúða, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, um að hún styddi minnihlutastjórn Framsóknar og vinstri grænna ef Bjarni og íhaldið hypjuðu sig. Hún var fyrst þingmanna til að vera fundin sek um brot á siðareglum Alþingis, en sagði þó hvorki af sér þingmennsku né formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,“ segja Staksteinar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“