fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
Eyjan

Sveinn bendir á hvernig Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn hafa breyst – „Hvílíkir tímar! Hvílíkir siðir!“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun fjallaði DV um hneykslun Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, gagnvart Morgunblaðinu, Málið varðar mann sem reyndist örlagavaldur Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og íslenskra yfirvalda í Mannréttindadómsmálinu. Í gær nafnbirti Morgunblaðið þennan mann eftir að hann missti ökuréttindi sín í níunda skipti. Sveinn benti á að vanalega væru ekki gerðar fréttir um það þegar fólk missti ökuréttindi, og spurði „Hvað eru þeir að reykja þarna uppi í Hádegismóum?“

Í kvöld birti Sveinn Andri svo færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hann rifjar það upp þegar hann var sjálfur blaðamaður á Morgunblaðinu og fékk að skrifa leiðara sem varðaði mjög svipað mál.

„Þegar ég var laganemi var Eiríkur Tómasson, síðar dómari við Hæstarétt og afbragðs kennari í lagadeild, starfandi lögmaður. Hann fór með nauðaómerkilegt umferðarlagabrot, Jóns, hjólreiðamanns á Akureyri fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Eiríkur vildi láta reyna á það prinsipmál að sami maður hefði rannsakað málið og dæmt, en sýslumenn og fulltrúar þeirra fóru bæði með rannsókn sakamála og dómsvald.

MDE tók undir þau sjónarmið Eiríks að þessi skipan fæli í sér óréttláta málsmeðferð. Úrlausn MDE leiddi til þess að það varð aðskilnaður á milli dómsvalds og framkvæmdavalds á Íslandi. Kæran til MDE snerist í raun ekki um umferðarlagabrot Jóns heldur um ágalla á skipan dómsvalds á Íslandi og hafði niðurstaðan gríðarlega róttæk áhrif. Málinu lauk með sátt en hluti af sáttinni var að Ísland gjörbreytti skipan dómstólanna með umfangsmikilli löggjöf í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar.

Ég var lausamaður á Morgunblaðinu á þessum tíma og óskaði eftir því við þáverandi yfirmann minn, Styrmi Gunnarsson ritstjóra, að fá að skrifa leiðara blaðsins um þessa úrlausn. Hann sagði mér að senda sér uppkast. Uppkastið fór óbreytt í blaðið. Morgunblaðið hvatti til þess að íslensk stjórnvöld framfylgdu niðurstöðu MDE og skildu að framkvæmdavald og dómsvald. Styrmir sagði mér síðar að hann hefði fengið nokkur símtöl þann dag sem leiðarinn birtist og verið spurður hvaða lögmaður hefði samið leiðarann.“

Tímarnir hafa breyst að mati Sveins. Hann segir að í máli Jóns á Akureyri hafi enginn stjórnmálamaður, eða prófessorar gert lítið úr málinu og hvað þá blaðamenn Morgunblaðsins uppnefnt hann sem „mannréttindamanninn“.

„Á þessum tíma voru býsna fáir lögfræðingar að gagnrýna MDE fyrir „skapandi lögfræði“, þá var engin Sigríður Andersen að tala um það að dómarar MDE væru í pólitísku ati, þá var enginn Hannes Hólmsteinn að gaspra um það að engin mannréttindabrot hefðu verið framin á Jóni á hjólinu, þá var enginn Jón Steinar að blása út með það að niðurstaða MDE væri þvæla, þá var enginn Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari að segja að dómstóllinn skyti yfir markið, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lét þá ekki hafa eftir sér að niðurstaða MDE skipti engu máli og þá var enginn blaðamaður Moggans að uppnefna Jón á Akureyri sem „mannréttindamann“ né að gera umferðarlagabrotið að aðalatriði.

Alveg eins og þá, er umferðarlagabrot Guðmundar Andra ekki aðalatriði málsins í niðurstöðu MDE um skipan dómara við Landsrétt, heldur það að í því fælist óréttlát málsmeðferð almennt að dómari, sem ekki er skipaður með lögmætum hætti, væri að dæma í málum.“

Sveinn segir að mál Jóns hafi haft áhrif á það hvernig dómskerfi landsins virkar. Þá hafi fólk litið á það sem mikilvæga skuldbindingu að hafa aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu. Sveinn endar síðan færslu sína á því að vitna í Cíceró.

„Í kjölfar máls Jóns á hjólinu tóku íslensk stjórnvöld málið til sín og breyttu og bættu dómskerfi landsins. Í þá daga litu menn svo á að þátttaka í evrópsku samstarfi og aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu og þeim dómstól sem um hann fjallaði, væri skuldbinding sem taka ætti alvarlega.

Í kjölfar máls Guðmundar Andra gerir forysta Sjálfstæðisflokksins lítið úr dómi MDE, veizt er að forseta dómstólsins, dómstólnum sjálfum, evrópsku samstarfi almennt og spjótum beint að kæranda, hvers minni háttar mál varð til þess að hrinda af stað þessari atburðarás, svo ekki sé talað um þann ágæta lögmann sem farið hefur með málið.

Ég segi bara eins og Cíceró um árið í ræðum hans gegn Catilinu: „O tempora, o mores!“ („Hvílíkir tímar! Hvílíkir siðir!)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leiðarahöfundur Moggans kennir RUV um lokun fréttatíma Stöðvar 2

Leiðarahöfundur Moggans kennir RUV um lokun fréttatíma Stöðvar 2
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ekkert rætt um nagladekk í stefnu borgarinnar um loftslagsmál

Ekkert rætt um nagladekk í stefnu borgarinnar um loftslagsmál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einlægur ráðherra opnar sig – „Ég ákvað að hætta að gráta í skól­an­um. Það var virki­lega erfitt“

Einlægur ráðherra opnar sig – „Ég ákvað að hætta að gráta í skól­an­um. Það var virki­lega erfitt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta er raunverulega ástæðan á bakvið könnunina hennar Áslaugar – „Af hverju þetta leikrit?“

Þetta er raunverulega ástæðan á bakvið könnunina hennar Áslaugar – „Af hverju þetta leikrit?“