fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Áslaug Arna skipað 17 dómara, lögreglustjóra og sýslumenn á rétt rúmu ári

Heimir Hannesson
Föstudaginn 4. desember 2020 13:00

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra í september í fyrra hefur hún skipað 17 einstaklinga í embætti dómara, sýslumann eða lögreglustjóra. Þar á meðal má nefna þrjá dómara við Hæstarétt, en þeir eru samtals 7 talsins og skipaðir ævilangt, og talsverðan fjölda lögreglustjóra, enda hafa orðið miklar sviptingar þar á undanförnum misserum. Nægir þar að nefna brotthvarf Ólafs Helga Kjartanssonar úr stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og Haralds Johannessen úr stöðu ríkislögreglustjóra.

Margar skipanirnar eru í raun tilfærslur embættismanna á milli embætta. Þannig var Ingveldur áður dómari við Landsrétt áður en hún tók til starfa við Hæstarétt. Eins má nefna að Sigríður Björk ríkislögreglustjóri var áður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Við keflinu í borginni tók Halla Bergþóra sem var áður á Akureyri. Við Höllu tók Páley sem var í Vestmannaeyjum og þangað fluttist Grímur sem var áður staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi. Enn fremur var Úlfar sem fluttist til Suðurnesja í stað Ólafs Helga áður á Vesturlandi.

Af þeim 17 sem Áslaug hefur skipað eru aðeins sex karlar. Skipanirnar eru sem hér segir:

Hæstiréttur

Ingveldur Einarsdóttir, frá 1. janúar 2020
Ása Ólafsdóttir, frá 23. nóvember 2020
Björg Thorarensen, frá 23. nóvember 2020

Landsréttur

Ásmundur Helgason, frá 17. apríl 2020
Arnfríður Einarsdóttir, frá 1. júlí 2020
Ragnheiður Bragadóttir, frá 18. september 2020
Jón Höskuldsson, frá 25. september 2020.

Héraðsdómur

Jónas Jóhannsson í Héraðsdóm Reykjaness frá 13. nóvember 2019
Halldóra Þorsteinsdóttir í Héraðsdóm Reykjaness frá 1. ágúst 2020
Ingi Tryggvason í Héraðsdóm Reykjaness frá 31. ágúst 2020

Lögreglustjórar og sýslumenn

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri frá 16. mars 2020
Arndís Soffía Sigurðardóttir sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 1. apríl 2020
Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjóri á Austurlandi frá 1. apríl 2020
Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu frá 11. maí 2020
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra frá 13. júlí 2020
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum frá 16. nóvember 2020
Grímur Hergeirsson lögreglustjóri í Vestmannaeyjum frá 16. nóvember 2020

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn