fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Samið um starfslok við bæjarstjóra Ísafjarðar – Lætur þegar af störfum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. janúar 2020 10:36

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihlutinn á Ísafirði, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hefur samið um starfslok við Guðmund Gunnarsson, bæjarstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ.

Guðmundur var ráðinn í ágúst árið 2018 en alls 13 sóttu um stöðuna.

Í tilkynningu er sagt að ágreiningur hafi verið um áherslur og því hafi þetta orðið lausnin.

Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, vildi ekki tjá sig um lengd eða upphæð starfslokasamningsins við Eyjuna. Þá sagði hann ekki búið að ákveða hvort starfið yrði auglýst að nýju.

 

Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. Ástæða starfsloka er ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Telja aðilar það sveitarfélaginu fyrir bestu að leiðir skilji.

Það mun skýrast á allra næstu dögum hvernig ráðningu á næsta bæjarstjóra verður hagað. Þangað til mun bæjarritari, sem er staðgengill bæjarstjóra, gegna starfinu. Meirihlutinn f.h. bæjarstjórnar, óskar Guðmundi velfarnaðar og þakkar honum fyrir samstarfið.

Guðmundur vill koma á framfæri einlægum þökkum til íbúa Ísafjarðarbæjar fyrir frábærar viðtökur og ánægjulegt samstarf. Hann segir það heiður að hafa fengið tækifæri til að vinna að mikilvægum hagsmunamálum Vestfirðinga með kraftmiklu starfsfólki sveitarfélagsins.

Það eru spennandi og krefjandi verkefni framundan í Ísafjarðarbæ og rík ástæða til að horfa björtum augum til framtíðar.

Tilkynningin er undirrituð af Kristjáni Þór Kristjánssyni, forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundi.

Guðmundur er með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og B.A. próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri.

Guðmundur starfaði áður sem framkvæmdastjóri AFS á Íslandi en þar áður stýrði hann alþjóðasviði 66° NORÐUR og var einnig frétta- og dagskrárgerðarmaður RÚV um nokkurra ára skeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn