fbpx
Þriðjudagur 31.mars 2020
Eyjan

Páll Magnússon: „Oddviti flokksins í suðurkjördæmi ætti að sitja í ríkisstjórn“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. september 2019 12:17

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var einn þeirra sem orðaður var við embætti dómsmálaráðherra áður en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hreppti hnossið í gær. Páll taldist kannski ekki ofarlega á lista, þar voru nefndir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson, auk Áslaugar, sem öll eru lögfræðimenntuð, en Páll hefur þó sóst eftir ráðherraembætti frá því að hann var kjörinn á þing árið 2016, án árangurs.

Studdi ákvörðunina þvert gegn eigin sannfæringu

Því má segja að Bjarni Benediktsson hafi ítrekað gengið framhjá Páli, sem sagði við Eyjuna þó hafa stutt skipan Áslaugar á þingflokksfundinum í gær, þrátt fyrir að hann sé á öndverðri skoðun:

„Ég studdi þessa niðurstöðu í gær eins og allir aðrir í þingflokknum. Ég hef áður lýst skoðunum mínum á því sem snýr að kjördæmi mínu, Suðurkjördæmi, sem er annað höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. Og ég er eftir sem áður þeirrar skoðunar að þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn, finnst mér að oddviti flokksins í Suðurkjördæmi ætti að sitja í ríkisstjórn. Ég hef lýst þessari skoðun áður og hef litlu við hana að bæta og hún er jafn gild í dag og hún var áður,“

segir Páll.

Staðan óbreytt innan þingflokksins

Það vakti mikla athygli að Páll studdi ekki Elliða Vignisson, bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði og náði ekki meirihluta í fyrsta skipti í háa herrans tíð.

Fáheyrt er að þingmaður styðji ekki eigin flokk gegn klofningsframboði, en Páll tók enga opinbera afstöðu til framboðanna. Var það af mörgun túlkað sem þögull stuðningur við klofningsframboðið. Páll  segir að staða sín innan Sjálfstæðisflokksins hafi ekki beðið skaða vegna þessa:

„Nei, ég verð ekki var við að það hafi áhrif annarsstaðar en hjá tilteknum hópi fólks í Vestmannaeyjum. En að öðru leyti er staða kjördæmisins mjög sterk og hefur styrkst hlutfallslega samkvæmt könnunum og hafa þessar aðstæður í Vestmannaeyjum í sveitarstjórnarkosningum því ekki haft áhrif á styrk flokksins í kjördæminu. Og með það í huga tók ég þá afstöðu sem ég tók á sínum tíma, það var til þess að hámarka líkurnar á því að þessi klofningur í Vestmannaeyjum yrði ekki til þess að skaða flokkinn í kjördæminu. Og af könnunum að dæma verður ekki annað séð að það hafi tekist.“

Framtíðin óljós

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur á undanförnum misserum sagt að Sigríður Á. Andersen, sem sagði af sér embætti dómsmálaráðherra vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu, eigi greiða leið inn í ríkisstjórn aftur, á seinni stigum, ef svo beri undir.

Þetta má túlka þannig að hún sé efst á lista Bjarna yfir næsta ráðherraefni þingflokksins og Páll sé því neðar á listanum, sem áður.

Með þetta í huga, ætlar Páll að bjóða sig aftur fram til Alþingis ?

„Ég hef enga ákvörðun tekið um það. Ráðherra eða ekki ráðherra, það ræður ekki miklu um hvaða ákvarðanir ég tek um framhald mitt í pólitík. Ég veit heldur ekki hvort að formaður Sjálfstæðisflokksins sé með einhverja framtíðar-goggunarröð í ráðherraembættin, það hlýtur þá að fara eftir hvaða embætti það kynnu að vera. Nú erum við bráðum hálfnuð við kjörtímabilið og það getur margt gerst á mjög skömmum tíma í pólitík. Þetta verður því bara allt að koma í ljós,“

segir Páll sem neitar fyrir þær kenningar að hann hyggist gerast bæjarstjóri í Vestmannaeyjum einn daginn, líkt og faðir hans forðum daga:

„Nei, það hafa nú aðrir en ég verið að gæla við þessa  með skírskotunum til sögunnar. Minn draumur var nú að verða trillukarl í Vestmannaeyjum, ekki bæjarstjóri, að ljúka ferlinum sem slíkur. Enda er prýðisgóður bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sem er ekkert á förum.“

Fullhart gengið fram af umhverfisráðherra

Aðspurður hvort Jón Gunnarsson hafi talað fyrir hans hönd í grein sinni í Morgunblaðinu í dag, um að slíta stjórnarsamstarfinu vegna framgöngu umhverfisráðherra, sagði Páll svo ekki vera:

„Sko, Jón verður að standa fyrir sínum skoðunum sjálfur og því sem hann skrifar. Ég er hinsvegar sammála því að það er ýmislegt gagnrýnisvert í framgöngu umhverfisráðherra til dæmis er varðar friðlýsingar þar sem mér þykir fullhart fram gengið og eflaust hafa menn ekki gert ráð fyrir því að einn ráðherra gæti gengið fram með þessum hætti án atbeina Alþingis. En að öðru leyti talar Jón fyrir sig sjálfan,“

sagði Páll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einnota umboðssvik?

Einnota umboðssvik?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsa yfir vonbrigðum vegna afstöðu Seðlabankans – „Ekki nógu gott“

Lýsa yfir vonbrigðum vegna afstöðu Seðlabankans – „Ekki nógu gott“