fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

„Hvaða leikaraskapur er þetta eiginlega?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. september 2019 12:53

Mike Pence.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, foringi sósíalista á Íslandi, þykir ekki mikið koma til alls þess umstangs sem heimsókn varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur í för með sér.

Fordæmir hann „útgöngubannið“ og „herlögin“ sem eru í gildi í Reykjavík sökum þessa og telur að hægt hefði verið að koma á viðræðum með mun praktískari hætti:

„Ef Guðlaugur Þór vill ræða við Pence er miklu minna mál að hann fljúgi með Flugleiðum til Washington, ódýrara og minna umstang. Nú eða noti bara skype.“

Þá nefnir Gunnar Smári að fleiri götum hafi verið lokað vegna komu „hommahatarans“ en í tilefni af Gleðigöngu hinsegin fólks:

 „Hvað er það? Erum við komin þangað?“

Aðeins illt fram að færa

Gunnar Smári segir Pence ekkert gott hafa fram að færa, öfugt við leiðara Morgunblaðsins í dag, sem tók fagnandi hverjum þeim ávinningum sem Pence gæti boðið þjóðinni, væntanlega í skiptum fyrir hernaðaruppbyggingu. Gunnar Smári segir það hættulega þróun:

„Má ég benda á hið augljósa; sjö klukkustunda hingaðkoma þessa ofstækismanns og boðbera andmannúðarstefnu og ofbeldis gagnvart minnihlutahópum og smærri þjóðum er ekki þess virði. Segið honum að enginn sé heima og leyfið fólki að fara leiðar sinna í friði. Það er ekki bara að maðurinn hafi ekkert gott fram að færa (hann er í kompaníi með þeim sem eru að brjóta niður allt það skásta sem enn var til í Bandaríkjunum) heldur hefur hann aðeins illt fram að færa; vill kaupa stuðning veiklyndra stjórnvalda við illar ráðagerðir hættulegustu stjórnvalda í heiminum í dag. Pence er einn af þeim sem maður á að forðast að heilsa, alls ekki maður sem þú átt að bjóða heim til þín. Hver sem dregst inn í veröld hans mun skaðast.“

Gunnar segir að verið sé að færa stríð Bandaríkjanna til Íslands:

„Það sést á viðbúnaði við hingaðkomu þessa Pence að Bandaríkin eru í raun í stríði við heiminn. Við hefðum alveg getað sleppt því að flytja þetta stríð hingað á hjara veraldar.“

Af sem áður var

Gunnar Smári ber heimsókn Pence saman við heimsókn Bills Clinton, þá fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hingað til lands árið 2004:

„Ég stóð á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis þegar ég sá Bill Clinton yfir öxlina á Baldvini Jónssyni, fyrrum auglýsingastjóra Moggans og þáverandi lambakjötssala í New York. Baldvin var að messa yfir mér hvað Bandaríkjamenn væru sólgnir í lambalæri og hvað mætti selja þeim mörg tonn ef ríkið væri til í að leigja einkaþotu undir lærin á leið vestur, málið væri að fljúga þeim vestur en ekki flytja þau frosin í skipi. Eða eitthvað svoleiðis. Ég var ekki að hlusta og var því feginn þegar ég sá Clinton. Nei, sko, sagði ég við Baldvin, er þetta ekki Bill Clinton sem gengur þarna fram hjá Hressó? Baldvin leit við og sogaðist að Clinton eins og fjöldinn af fólki, hann gekk með strolluna á eftir sér og virtist halda uppi samtali við hvert og eitt. Ég hafði aldrei séð annað eins, skyldi ekkert hvernig maðurinn fór að þessu,“

segir Gunnar Smári og heldur áfram:

„En ég mátti ekki vera að því að stara á eitthvert frægðarmenni, mundi eftir því sem Mörður Árnason sagði mér, að hann stóð á gangstétt í Búkarest þegar óri kom í mannskapinn og fólk flykktist að gangstéttarbrúninni til að sjá betur bílalest sem ók fram hjá. Þetta var Nicolae Ceausescu á leið í vinnuna og fólkið veifaði. Og án þess að ná að hugsa var Mörður farinn að veifa líka, hann hreifst með. Þannig sigrar hið illa, við gleymum okkur stundarkorn. Ég lét ekki freistast og hafði mig á brott. Clinton leiddi Baldvin og fylgdarlið sitt síðan út á Bæjarins bestu þar sem hann fékk sér pulsu með sinnepi. Annað man fólk ekki frá þessari heimsókn, ekki hvern Clinton hitti af ráðafólki og enn síður hvað þeim fór á milli. En í ljósi útgöngubanns og herlaga sem nú gilda í Reykjavík veltir maður fyrir sér hvað hafi breyst. Hvaða leikaraskapur er þetta eiginlega?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins