fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Eyjan

Hegðun umhverfisráðherra sögð glæfraleg en ekki lífshættuleg: „Sýnir ekki gott fordæmi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. september 2019 14:41

Guðmundur kastar flothylkinu fyrir borð. Skjáskot af Sjómenn Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan greindi frá í gær þá sjósetti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sérstakt GPS flothylki sem nota má til að fylgjast með plastrusli í sjónum. Guðmundur kastaði flothylkinu í sjóinn af dekkinu á varðskipinu Þór, með því að stíga upp á brúnina. Guðmundur var ekki klæddur neinum öryggisbúnaði, hvorki með hjálm né í björgunarvesti og af myndum má sjá skipverja Þórs halda aftan í úlpu ráðherrans, til varnar því að hann detti út fyrir.

Inni á Facebook-síðunni Sjómenn Íslands er vakin athygli á þessu með tengli á frétt mbl.is og myndar Eggerts Jóhannessonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, af ráðherranum á brúninni:

„Eins og sagt er í slysavarnaskólanum „HVAÐ SJÁIÐ ÞIÐ ATHUGAVERT VIÐ ÞESSA MYND“

Í athugasemdarkerfinu er síðan bent á skortinn á öryggisbúnaði hjá ráðherranum.

Í sjónvarpsfréttum RÚV í gær mátti sjá að ráðherrann var ekki alveg með jafnvægið í lagi og greip því stýrimaður um úlpuna hans, sem vakti kátínu hjá ráðherranum.

Engin hætta

Að sögn Halldórs Benónýs Nellett, skipstjóra varðskipsins Þórs, var ráðherrann aldrei í neinni hættu. Hann sagði við Eyjuna að vinnureglur um borð krefðust þess að menn í vinnu á dekki væru klæddir björgunarvestum og hjálmum, en enginn hefði vitað að ráðherrann ætlaði að stíga upp á brúnina með þeim hætti sem hann gerði.

Aðspurður hvort ráðherrann hafi verið beðinn um að klæðast öryggisbúnaði um borð, sagðist Halldór ekki vera viss um það:

„Ég veit það nú ekki alveg, en það stóð nú ekki til að hann færi svona aftarlega og menn vissu ekki að hann myndi stíga þarna upp á. Mönnum fannst ráðherrann nú fara full nálægt og þá greip stýrimaðurinn í hann til öryggis. En það var lygnt í sjóinn og því ekki miklar líkur á að hann hefði dottið út fyrir, enda var haldið í hann. En það var engin hætta. Hann ákvað þetta bara sjálfur til að koma hylkinu örugglega fyrir borð. Ef við hefðum vitað að hann ætlaði að stíga þarna upp á hefðum við nú sett hann í vesti, ég skal nú alveg viðurkenna það. En hann mat þetta bara sjálfur og taldi þetta eflaust í lagi. En hann hefði aldrei farið í sjóinn, það er nokkuð ljóst.“

Ekki gott fordæmi

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði við Eyjuna að þó að hegðun umhverfisráðherra teldist seint alvarleg, þá sýndi hún ekki gott fordæmi:

„Það hefði nú verið sjálfsagt mál að klæða ráðherrann í björgunarbúnað. Þetta er kannski ekki alvarlegt, en sýnir ekki gott fordæmi. Þetta getur verið glæfralegt þó ekki hafi verið mikið að veðrinu, hann virtist ekki alveg öruggur á að standa ölduna, virtist aðeins kippast til. En það var nú engin bráð hætta af þessu sýndist mér, þó ráðherrann hefði mátt sýna betra fordæmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skildu Björn Leví útundan – „Fundi er þá slitið í snarhasti og allir yfirgefa fundinn“

Skildu Björn Leví útundan – „Fundi er þá slitið í snarhasti og allir yfirgefa fundinn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Frambjóðandi kærir RÚV og framkvæmd forsetakosninga – Krefst sönnunar á Covid-19 sjúkdómnum

Frambjóðandi kærir RÚV og framkvæmd forsetakosninga – Krefst sönnunar á Covid-19 sjúkdómnum