fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Fyrrverandi stefnumótunarsérfræðingur ríkisins: „Hvernig í ósköp­un­um er hægt að ein­falda þetta kerfi?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 10:28

Héðinn Unnsteinsson Mynd-stjornsysla.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur forsætisráðuneytisins frá 2010-2018, nú hjá Capacent, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann kallar eftir einfaldara Íslandi, með öðrum orðum sameiningu sveitarfélaga og fjölskipuðum ráðuneytum, sem hefur ekki verið reyndin hingað til.

Hann rekur það hvernig veruleikinn í stjórnsýslunni er hér á landi, þar sem búa rétt um 357 þúsund manns, með níu ráðuneytum, 72 sveitarfélögum og 160 ríkisstofnunum, sem sé allt of mikið og flókið apparat fyrir svo fámenna þjóð:

„Á þeim árum sem grein­ar­höf­und­ur hef­ur starfað inn­an tveggja ráðuneyta í Stjórn­ar­ráðinu að auknu sam­tali og sam­hæf­ingu inn­an Stjórn­ar­ráðsins og milli stjórn­sýslu­stiga hef­ur oft­ar en ekki blasað við flók­inn veru­leiki er kem­ur að stefnu, fjár­magni og ár­angri í ýms­um verk­efn­um. Sú hugs­un sem ósjald­an hef­ur fylgt grein­ar­höf­undi heim af þeim fjöl­mörgu sam­ráðsfund­um sem farið hafa fram á milli ráðuneyta, lands­hluta­sam­taka, sveit­ar­fé­laga og rík­is­stofn­ana hef­ur verið: „Hvernig í ósköp­un­um er hægt að ein­falda þetta kerfi?“ Kerfi sem á að hafa það að mark­miði að há­marka al­manna­heill fyr­ir það al­manna­fé sem er til út­hlut­un­ar. Hvernig má það vera að ráðuneyt­in vinna svona mikið í síló­um? Get­ur það verið að inn­an kerf­is­ins séu ólík­ir hóp­ar fólks að vinna að svipuðum mál­um án þess að vita mikið hver af öðrum? Stend­ur lóðrétt kerfið frammi fyr­ir aukn­um lá­rétt­um áskor­un­um nú­tím­ans sem það nær illa að tak­ast á við vegna þess að kúltúr og strúkt­úr halda því um of í sama far­inu?“

Sameining eina leiðin

Héðinn nefnir að á hverju ári deili ríkið rúmlega 932 milljörðum króna af almannafé til almannaþjónustu og sveitarfélögin deili um 310 milljörðum árlega til 38 þúsund opinberra starfsmanna. Hann nefnir að vegferðin í átt að sameiningu sveitarfélaganna sé rétt hafin, en sé þó nauðsynleg:

„Hver er mun­ur­inn á sveit­ar­fé­lög­um og hest­um? Jú, það er hægt að sam­eina sveit­ar­fé­lög. Í ein­um lands­hluta á Íslandi reka tvö sveit­ar­fé­lög sam­an grunn­skóla þar sem börn­in úr öðru þeirra borga fyr­ir mat­inn í há­deg­inu en hin ekki. Af hverju? Af því annað sveit­ar­fé­lagið er svo stönd­ugt að það niður­greiðir máltíðir fyr­ir börn­in „sín“. En eru þetta ekki allt „okk­ar“ börn?“

Héðinn nefnir einnig aðeEin af grunn­hug­mynda­fræðileg­um stoðum fyr­ir lög­um um op­in­ber fjár­mál sem tóku gildi 2015 hafi verið að tengja sam­an stefnuþætti og fjár­magn til ár­ang­urs:

„Sú veg­ferð hins op­in­bera er rétt haf­in, en klárt er að með færri skipu­lags­heild­um yrði hún auðveld­ari.“

Sameiningar í sjónmáli

Héðinn segir að frá fornu fari hafi landsmenn tengt sjálfsmynd sína við landsvæði og þaðan sé hinn alþekkti hrepparígur spottinn, sem hafi jafnvel leitt til blóðugra slagsmála. Hann kallar hinsvegar eftir samstöðu um einföldun á kerfinu, með öðrum orðum, sameiningu sveitarfélaga, en hann sér fyrir sér 8-16 sveitafélög á öllu landinu:

„Framtíðar­sýn­in gæti verið á þessa leið: Níu ráðuneyti í fjöl­skipuðu stjórn­valdi á fyrsta stjórn­sýslu­stig­inu. Á seinna stig­inu yrðu átta til sex­tán sterk sveit­ar­fé­lög sem tækju við mála­flokk­um á borð við mál­efni aldraðra, heilsu­gæslu, fram­halds­skóla og hjúkr­un­ar­heim­ili frá rík­inu. Slík ein­föld­un og til­færsla verk­efna þýddi ekki ein­ung­is að of­an­greind­um mark­miðum yrði náð held­ur byði hún einnig upp á meiri­hátt­ar hagræðing­ar­tæki­færi í stofn­ana­kerfi rík­is­ins. Stofn­un­um yrði breytt, þeim fækkað og þær styrkt­ar. Framtíðar­sýn­in þýddi líka það að „við“ Íslend­ing­ar fengj­um tæki­færi til að skil­greina sjálfs­mynd okk­ar út frá stærri landsvæðum, þó án þess að tapa rót­un­um.“

Héðinn segir að á haustmánuðum muni ríkið „eggja“ sveitarfélög til sameiningar með fjármagni og setja síðan lög um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum:

„Mark­miðið er að ná fram fækk­un sveit­ar­fé­laga og styrk­ingu sveit­ar­stjórn­arstigs­ins. En tæki­færið er stærra en áfanga­stökk yfir skurð því í slíkri styrk­ingu og fækk­un fel­ast tæki­færi fyr­ir allt kerfið. E.t.v. eru það draumór­ar „óþekk(t)s emb­ætt­is­manns“ að slík umbreyt­ing geti átt sér stað en framtíðar­sýn­in stend­ur og von­in um að kerfið, „við“, geti þjón­ustað bet­ur í stærri, lá­rétt­ari og styrk­ari ein­ing­um. Til þess þarf djörf­ung þeirra er standa við stýrið, djörf­ung sem oft­ast sést bara á fyrsta ári hverr­ar rík­is­stjórn­ar, eft­ir það ræður kúltúr og strúkt­úr kerf­is­ins um of.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun