Þriðjudagur 21.janúar 2020
Eyjan

Eitruð blanda af hatursorðræðu og heiftyrðum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. desember 2019 17:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrst enginn annar vinstrisinnaður vinur segir það: mér finnst þetta ekki góð ræða. Ég skil alveg reiðina á bakvið hana en ég held að orðræða af þessu tagi hafi engin góð áhrif, bara vond. Gagnrýnin umræða um Sjálfstæðisflokkinn hefur ríka og sívaxandi tilhneigingu til að vera ekki gagnrýnin umræða heldur óhamin útrás fyrir neikvæðar tilfinningar og um leið tilraun til að særa með öllum tiltækum ráðum, í þessari ræðu er mikilvægum pólitískum spurningum til dæmis hnýtt saman við persónulegar svívirðingar, háðsglósur um tertubakstur og upprifjun á einkamálum sem ekkert erindi eiga í opinbera umræðu.“

Þetta segir Jón Hallur Stefánsson, rithöfundur og þýðandi, um ræðu Braga Páls Sigurðssonar sem flutt var á útifundi á Austurvelli á laugardag. Ræðan var birt orðrétt á Vísi og var síðan dreift víða um alnetið. Sumir lesendur þóttust hafa himin höndum tekið. Bragi talaði um Sjálfstæðisflokkinn sem „bláa krabbameinið“, nafngreindi þar fjölda Sjálfstæðismanna, ungra og aldna, og sagði meðal annars:

„Og þá er ótalin barnaníðingshátíðin sem flokkurinn hélt, þar sem allir barnaníðingar sem skráðu sig í flokkinn fengu uppreista æru og sleikjó, sumir hverjir í boði Benedikts, föður Bjarna. Já og Bjarni reyndi að leyna því líka, en það sprakk í andlitið á honum- og ríkisstjórnin hans féll í kjölfarið.“

Nú er spurning hvaða áhrif ræðuhöld af þessu tagi hafa á þorra manna – má kannski spyrja hversu margir kæri sig um að koma á Austurvöll til að hlusta á slíkar ræður.

Jón Hallur skrifar:

Öll gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn verður þannig að eitraðri blöndu af hatursorðræðu og heiftyrðum einsog þeim sem látin eru flakka í verstu hjónarifrildum. Tilætluð áhrif á andstæðinga flokksins geta geta varla verð önnur en að staðfesta og magna upp það skinheilaga og hvítglóandi hatur á þessum stjórnmálaflokki sem sett er í öndvegi í stað gagnrýnnar hugsunar. Það er einsog menn séu í keppni í að ganga sem lengst í blammeringum, orðið „barnaníðingaflokkur“ hefur margoft heyrst, hér er að auki hamrað á orðinu „krabbamein“ – sem hefur líka heyrst áður, ekki bara í umræðu um Sjálfstæðisflokkinn heldur er þetta, einsog menn ættu að kannast við, klassískt og alþjóðlegt hatursorðræðumyndmál.“

Og svo er spurningin hver verða viðbrögð Sjálfstæðismanna sjálfra og stuðningsmanna flokksins við slíku orðbragði. Jón Hallur telur að það sé ekki vænlegt til árangurs:

„Viðbrögð meðlima og ráðamanna Sjálfstæðisflokksins geta ekki orðið önnur en þau að brynja sig gegn gagnrýninni einsog hún leggur sig. Fyrir þeim getur þetta ekki verið annað en óvinatal, fjandmenn að berja sér á brjóst, orðunum er ekki beint til þeirra heldur aðeins og eingöngu til jábræðra á vinstri kantinum. Það er alltof auðvelt að hrista af sér gagnrýni af þessu tagi, eitraða gagnrýni, hún er „ekki svara verð“ og henni er í raun og veru ekki svarandi. En er þessi orðræða þá til þess fallin að fylkja öllu „góðu“ fólki saman gegn Sjálfstæðisflokknum, einsog hlýtur eiginlega að vera tilgangurinn? Ég held ekki. Stjórnmálaumræða á Íslandi hefur tilhneigingu til að snúast alfarið um Sjálfstæðisflokkinn, á jákvæðum eða neikvæðum nótum, og ég þarf engan auglýsingasálfræðing til að upplýsa mig um hvaða áhrif það hafi. Púkinn á fjósbitanum, þið munið. Hættum þessu. Þetta er hvorki fallegt né vænlegt til árangurs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sósíalistaflokkurinn næði fólki inn á þing samkvæmt nýrri könnun

Sósíalistaflokkurinn næði fólki inn á þing samkvæmt nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þá sá hann of alla heima

Þá sá hann of alla heima
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ætti Sigurður Ingi ekki að segja af sér sem formaður?“

„Ætti Sigurður Ingi ekki að segja af sér sem formaður?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðni til Ísrael en kíkir fyrst á strákana okkar

Guðni til Ísrael en kíkir fyrst á strákana okkar