Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Eyjan

SA segir frumvarp um aukna vernd uppljóstrara ganga of langt – „Í Bretlandi var 15 ára aðdragandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 16:33

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til laga um vernd uppljóstrara verði lagt fram á Alþingi sem stjórnarfrumvarp, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Í umsögn Samtaka atvinnulífsins frá því í mars, er breytingum fagnað sem gerðar voru á frumvarpinu, en hinsvegar er það sagt ganga of langt, mun lengra en þörf krefur:

„Fyrirliggjandi frumvarp gengur hins vegar mun lengra en þörf krefur og er til þess fallið að ýta undir að starfsmenn fyrirtækja miðli upplýsingum um mikilvæga hagsmuni þeirra án þess að nokkurt brot í atvinnurekstri liggi fyrir. Það getur skaðað orðspor og viðskiptahagsmuni fyrirtækja með alvarlegum afleiðingum. Ekki er með neinu móti sýnt fram á þörf á þessari löggjöf í greinargerð.“

Óskýr hugtök

SA fer fram á að hugtök í frumvarpinu verði skýrð nánar, sér í lagi hugtakið „ámælisverð háttsemi“ sem sé matskennt og óljóst. Þá er það sama sagt um hugtakið „í góðri trú“.

Þá er ákvæðið um „innri uppljóstrun“ og „ytri uppljóstrun“ sagt ekki nægilega afmarkað:

„Það vantar í frumvarpið ákvæði sem tryggir að málefnaleg sjónarmið búi að baki miðlun upplýsinga og að meðalhóf gildi um í hvaða tilgangi megi miðla upplýsingum,“

segir í umsögn SA.

Ennfremur segir þar :

„Einungis tíu ríki Evrópusambandsins hafa sett sér heildstæða löggjöf um vernd uppljóstrara og
því mætti vel athuga hér á landi hvort ekki væri hægt að fara vægari leið en að setja sérlög um
málefnið. Þess má geta að í Danmörku hafa ekki verið sett sérstök lög um uppljóstraravernd.
Samtökin leggja til að frumvarpið verði tekið til nánari athugunar í ráðuneytinu áður en lengra
er haldið og m.a. tekið mið af norskri framkvæmd þar sem ekki er að finna refsiákvæði líkt og
fyrirliggjandi frumvarp gerir ráð fyrir. Mikilvægt er að víðtæk samstaða hagsmunaaðila sé um
þessar reglur en í því sambandi má nefna að í Bretlandi var 15 ára aðdragandi og samráð um
sambærilega reglusetningu.“

Markmiðið er skýr löggjöf

Í tilkynningu segir að markmið frumvarpsins sé að á Íslandi gildi skýr löggjöf um vernd uppljóstrara sem taki mið af ábendingum alþjóðastofnana og fordæmum þeirra nágrannaríkja sem fela í sér bestu framkvæmdina á þessu sviði.

Frumvarpið var upphaflega samið af nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis sem forsætisráðherra skipaði þann 16. mars 2018. Ákvæði þess gilda um starfsmenn sem greina í góðri trú frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda þeirra.

Í frumvarpinu er greint á milli innri og ytri uppljóstrunar og miðað við að hið síðarnefnda sé jafnan ekki heimilt nema hið fyrrnefnda hafi verið reynt til þrautar og um sé að ræða brot sem varðar fangelsisrefsingu eða í húfi séu afar brýnir almannahagsmunir.

Í frumvarpinu er kveðið á um að miðlun upplýsinga eða gagna, að uppfylltum skilyrðum frumvarpsins, teljist ekki brot á þagnar- eða trúnaðarskyldu starfsmanns, leggi hvorki refsi- né skaðabótabyrgð á hann og geti ekki heldur leitt til stjórnsýsluviðurlaga eða íþyngjandi úrræða að starfsmannarétti.

Sönnunarbyrði lögð á atvinnurekenda

Þá er lagt sérstakt bann við því að láta hvern þann sæta óréttlátri meðferð sem miðlað hefur upplýsingum eða gögnum samkvæmt framansögðu. Lögð er sönnunarbyrði á atvinnurekanda á þann hátt að ef líkur eru leiddar að óréttlátri meðferð skal hann sýna fram á að sú sé ekki raunin og greiða skaðabætur ef það tekst ekki. Mælt er fyrir um að veita skuli starfsmanninum gjafsókn komi til ágreinings fyrir dómi um það hvort miðlun hans á gögnum eða upplýsingum hafi samrýmst skilyrðum frumvarpsins. Loks er lagt til að lögfestar verði heimildir til að greina ríkisendurskoðanda og Vinnueftirliti ríkisins frá upplýsingum, sambærilegar þeirri heimild sem nú er að finna í 18. gr. laga um umboðsmann Alþingis , sem bættist við lögin árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nafnagjöf í beinni
Eyjan
Í gær

Tímamót hjá VG á Austurlandi

Tímamót hjá VG á Austurlandi
Eyjan
Í gær

Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku

Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku
Eyjan
Í gær

Stefán ekki byrjaður í starfi en skorar á stjórnmálamenn – „Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum“

Stefán ekki byrjaður í starfi en skorar á stjórnmálamenn – „Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum“
Eyjan
Í gær

Vigdís Hauksdóttir um pólitíska framtíð sína – „Maður veit aldrei“

Vigdís Hauksdóttir um pólitíska framtíð sína – „Maður veit aldrei“
Fyrir 4 dögum

Hinn óþægilegi sannleikur

Hinn óþægilegi sannleikur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörður -„Verði það tækifæri ekki nýtt þá geta menn bara slökkt ljósin“ – Segir Sólveigu gengna af göflunum

Hörður -„Verði það tækifæri ekki nýtt þá geta menn bara slökkt ljósin“ – Segir Sólveigu gengna af göflunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vill bjóða erlend lán í íslenskum krónum

Vill bjóða erlend lán í íslenskum krónum