fbpx
Laugardagur 19.júní 2021
Eyjan

Hagnaður hjá Sósíalistum – Fengu styrki frá þekktum mönnum úr viðskiptalífinu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 11:53

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls var 2.6 milljóna króna hagnaður á rekstri Sósíalistaflokks Íslands á síðasta ári samkvæmt útdrætti ársreiknings flokksins sem birtur er á veg Ríkisendurskoðunar.

Tekjur flokksins námu 6.2 milljónum og útgjöldin voru 3.6 milljónir.

Félagsgjöld og framlög lögaðila og einstaklinga stóðu að mestu undir tekjulið flokksins, en þar munar mest um þá Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og Sigurð Pálmason, sem gáfu 250 þúsund krónur til flokksins.

Líklega er um Sigurð Gísla Pálmason að ræða, áður kenndan við Hagkaup og síðar IKEA, en hann var einn eigenda Fréttatímans þegar stofnandi Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári Egilsson réði þar för.

Alls námu framlög einstaklinga undir 200 þúsund krónum alls rétt rúmum þremur milljónum.

Frá lögaðilum fékk flokkurinn um 900 þúsund frá Reykjavíkurborg í formi kosningastyrks og 250 þúsund frá félaginu Forvörnum og eftirliti ehf. Tekjur flokksins af viðburðarhaldi námu tæplega einni og hálfri milljón.

Sósíalistar náðu inn einum manni í borgarstjórnarkosningunum í fyrra með 6.4% atkvæða og eru þar eini flokkurinn sem ekki á fulltrúa á Alþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Benjamín segir Stefán Einar stunda móðgunarferðamennsku – „Mjög illa dulið skilningsleysi“

Benjamín segir Stefán Einar stunda móðgunarferðamennsku – „Mjög illa dulið skilningsleysi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja Katrínu hafa vitað um hegðun Kolbeins fyrir ári síðan – Skjáskot af samskiptum í dreifingu daginn sem hann hætti

Segja Katrínu hafa vitað um hegðun Kolbeins fyrir ári síðan – Skjáskot af samskiptum í dreifingu daginn sem hann hætti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast