fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Eyjan

Svartur fössari – Black Friday

Egill Helgason
Föstudaginn 29. nóvember 2019 08:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verða að viðurkenna að ég vissi ekki hvað svartur föstudagur er fyrr en ég fór til Bandaríkjanna á þessum árstíma fyrir ekki ýkja mörgum árum. Nú hefur hann rutt sér til rúms á Íslandi með ógurlegum látum. Við erum líka komin með það sem heitir „cyber Monday“,

Í Bandaríkjunum er svarti föstudagurinn dagurinn eftir þakkargjörðarhátíðina. Þá ryðjast íbúar þessa mesta neyslusamfélags veraldarinnar inn í búðir, það kemur jafnvel til stympinga og slagsmála, en afslættirnir eru ógurlega stórir.

Á Íslandi er ekki hefð fyrir slíkum afslætti, en það er ábyggilega hægt að gera góð kaup. Í fyrra var sagt að jólaverslun í desember hefði verið minni en ella vegna þess að kaupgjöðustu og forsjálustu neytendurnir voru búnir að kaupa allt á svarta föstudeginum.

Hér má sjá forsíður blaðanna í morgun. Maður tekur eftir því að alls staðar er notað bandaríska heitið „Black Friday“. Ég ætla svosem ekki að mælast til þess að notð sé orðið „blökkudagur“ sem má finna á nýyrðavef stofnunar Árna Magnússonar. Þá er nú „svartur fössari“ miklu betra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn