fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg fær uppreist æru hjá Ríkisendurskoðanda vegna RÚV skýrslu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 16:08

Það er lítið framboð af fasteignum á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu í dag með athugasemdum sínum vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi RÚV, sem var talin brjóta gegn lögum.

Reykjavíkurborg kemur við sögu í skýrslunni, vegna samninga við RÚV um lóðina að Efstaleiti 1, en samkvæmt tilkynningunni fékk Reykjavíkurborg ekki færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri í skýrslunni. Hafa þær nú verið teknar til greina og hefur Ríkisendurskoðun sagt þær réttmætar.

Tilkynningin er svohljóðandi:

Vegna kafla í skýrslu Ríkisendurskoðunar um RÚV þar sem fjallað er um samninga á milli RÚV og Reykjavíkurborgar um lóð Ríkisútvarpsins ohf að Efstaleiti 1 vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi á framfæri.

Í fyrsta lagi er á blaðsíðu 33 að finna umfjöllun um að ekki hafi verið leitað eftir samþykki Reykjavíkurborgar þegar lóðinni við Efstaleiti var skipt upp við stofnun RÚV ohf., þ.e. milli félagsins og ríkissjóðs. Ríkisendurskoðandi óskaði eftir skýringum á þessu við vinnslu skýrslunnar og borgarlögmaður svaraði því bréfleiðis að engin slík uppskipting hefði átt sér stað þar sem Ríkisútvarpið var skráður og þinglýstur eigandi lóðarinnar í heild sinni. Breyting á því hefði krafist samþykkis skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa og gerðar nýrra skilmála um hvora lóð fyrir sig auk fleiri atriða.

Í öðru lagi er fullyrt í niðurlagi kaflans á blaðsíðu 34 að Reykjavíkurborg hafi gengið til samninga við RÚV um uppbyggingu lóðarinnar án þess að gera kröfu um þátttöku í stofnkostnaði innviða eða kostnaði við að gera lóðina byggingarhæfa. Ríkisendurskoðun tekur ekki mið af því í ábendingum sínum að RÚV þurfti að bera kostnað sem nam hálfum milljarði við að gera lóðina byggingarhæfa, vegna þess að götur og aðrir innviðir innan lóðar á svæðinu eru greiddir af RÚV en ekki Reykjavíkurborg. Það er því röng ályktun að RÚV hafi ekki greitt hlutdeild í innviðum eða kostnað við að gera byggingareiti hæfa til uppbyggingar, enda stangast ábending ríkisendurskoðanda á við upphæðir og upplýsingar á bls. 32 í skýrslunni. Þar að auki fékk Reykjavíkurborg hluta byggingarréttarins sem varð til með nýju deiliskipulagi í sinn hlut og  framkvæmdaaðili á reitnum greiddi 523 milljónir króna í gatnagerðargjöld eins og skýrt var tekið fram í samkomulaginu.

Forsaga þessa máls er sú að árið 2013 sendi Reykjavíkurborg ríkisstjórninni erindi um nokkurn fjölda ríkislóða og óskaði samstarfs um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á þeim. Lóð RÚV var sú fyrsta sem samningar náðust um. Ríkisútvarpið var skráður og þinglýstur eigandi  lóðarinnar í heild sinni. Reykjavíkurborg átti ekki rétt á að afturkalla lóðina vegna ákvæða í samningi aðila frá 1995. Hins vegar voru það sameiginlegir hagsmunir beggja aðila að nýtt skipulag yrði unnið fyrir lóðina og íbúðum fjölgað á þessu vinsæla búsetusvæði. Því var gengið til samninga um uppbyggingu lóðarinnar. RÚV samþykkti að afhenda Reykjavíkurborg 20% af byggingarréttinum vegna aukinna byggingarheimilda á reitnum. Með þessum samningi voru forsendur lagðar fyrir öfluga uppbyggingu húsnæðis á umræddri lóð sem allar hafa gengið eftir eins og sjá má.

Það sem vakti fyrir Reykjavíkurborg með áðurnefndum samningi líkt og öðrum var að tryggja uppbyggingu á reitnum, þéttingu byggðar og markmið borgarinnar um félagslega fjölbreytni íbúa í öllum hverfum.

Reykjavíkurborg fékk ekki tækifæri til að koma athugasemdum við skýrsludrögin á framfæri við Ríkisendurskoðun þegar skýrslan var á vinnslustigi og hefur í kjölfar útgáfu skýrslunnar komið framangreindum athugasemdum á framfæri við stofnunina. Hefur Ríkisendurskoðun fallist á réttmæti þeirra athugasemda sem að framan eru tilgreindar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?