Mánudagur 09.desember 2019
Eyjan

Afsláttur trúfélaga af fasteignaskatti um 340 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. nóvember 2019 14:16

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjókirkjan og önnur trúfélög þurfa ekki að greiða fasteignaskatt af kirkjum og bænahúsum, samkvæmt lögum. Ef trúfélög nytu ekki slíkrar undanþágu, næmi skatturinn 340 milljónum króna.

Þetta kemur fram í svari samgöngu – og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns VG, sem spurði um fasteignamat þeirra eigna sem undanskildar væru og hver upphæðin væri sem því næmi.

Fasteignamat kirkna og safnaðarheimila er alls 21.5 milljarður, sem hefði gefið af sér 340 milljónir í fasteignaskatta, ef undanþágunnar nyti ekki við.

Safnahús eru einnig undaþegin fasteignaskatti, ef þau eru ekki rekin í ágóðaskyni. Er fasteignamat þeirra 14.8 milljarðar og væri fasteignaskatturinn af þeim 232 milljónir.

Hús erlendra ríkja og alþjóðastofnana, svo sem sendiráð, eru einnig undanþegin fasteignaskatti. Þegar slíkar fasteignir eru teknar með, er heildarfasteignamatið rétt tæpir 43 milljarðar og umreiknaður fasteignaskattur alls 640 milljónir. Athuga þarf að skatthlutföll eru breytileg eftir sveitarfélögum.

Sjá má töfluna með skiptingunni eftir eignum og sveitarfélögum hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efnahagslægð og niðurskurður á næsta leiti – Búast við að fækka starfsfólki um 600 manns

Efnahagslægð og niðurskurður á næsta leiti – Búast við að fækka starfsfólki um 600 manns
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Katrínu pólitíska skræfu sem klikkaði í dauðafæri- „Auðstéttin hefur öll tromp á hendi“

Segir Katrínu pólitíska skræfu sem klikkaði í dauðafæri- „Auðstéttin hefur öll tromp á hendi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ísland með ódýrustu heilbrigðisþjónustuna af Norðurlöndunum en lægstu framlögin – „Afleiðingarnar eru öllum augljósar“

Ísland með ódýrustu heilbrigðisþjónustuna af Norðurlöndunum en lægstu framlögin – „Afleiðingarnar eru öllum augljósar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur í jólaskapi – Sjáðu upphæð desemberuppbótarinnar

Ásmundur í jólaskapi – Sjáðu upphæð desemberuppbótarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangar fá loksins geðheilbrigðisþjónustu – „Ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af“

Fangar fá loksins geðheilbrigðisþjónustu – „Ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íslensk stjórnvöld beðin um að uppræta spillingu í Angóla vegna Samherjamálsins

Íslensk stjórnvöld beðin um að uppræta spillingu í Angóla vegna Samherjamálsins