fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Seðlabankastjóri boðaður á fund með Þjóðaröryggisráði – Skylt að mæta

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 19:00

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri - Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðaröryggisráð hélt sinn áttunda fund þann 1. október síðastliðinn. Greint er frá því á vef Stjórnarráðsins að fjallað hefði verið um undirbúning stefnu Norðurlandaráðs um sameiginlegar áherslur á sviði samfélagslegs öryggis og stöðuna í öryggis- og varnarsamstarfi við önnur ríki, ekki síst á vettvangi Norðurlanda.

Þá er einnig greint frá því að fjallað hafi verið um helstu áskoranir hvað varðar skipulagða glæpastarfsemi og fjármála- og efnahagslegt öryggi í tengslum við framkvæmd smágreiðslumiðlunar og að sérstakir gestir á fundinum hafi verið þeir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, og Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri fjármálainnviða hjá Seðlabanka Íslands.

Skyldumæting

Þjóðaröryggisráð er samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál og hefur eftirlit með að framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sé í samræmi við samþykkt Alþingis. Þjóðaröryggisráði er ætlað að leggja mat á ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum og beita sér fyrir opinni og lýðræðislegri umræðu um þjóðaröryggismál og eflingu fræðslu og upplýsingagjöf um þau mál, samkvæmt skilgreiningu á vef Stjórnarráðsins.

Þar er einnig greint frá því að opinberum starfsmönnum sem boðaðir séu á fund ráðsins, sé skylt að mæta:

„Sérstakar skyldur ráðuneyta, stofnana og opinberra hlutafélaga gagnvart þjóðaröryggisráði eru:

  • að skila skýrslum eða gögnum um atriði er varða þjóðaröryggi

  • að tilkynna  nýjar upplýsingar eða annað sem kann að varða þjóðaröryggisstefnuna eða öryggi ríkisins og almennings.

  • Embættismönnum og öðrum starfsmönnum ráðuneyta og opinberra stofnana og hlutafélaga sem og einstaklingum og fulltrúum lögaðila er skylt að mæta á fundi þjóðaröryggisráðs, sé þess óskað.“

Skipan Þjóðaröryggisráðs

Í þjóðaröryggisráði eiga fast sæti forsætisráðherra, sem er formaður ráðsins, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar viðkomandi ráðuneyta. Enn fremur eiga sæti í ráðinu tveir alþingismenn, annar úr þingflokki sem skipar meiri hluta á Alþingi en hinn úr þingflokki minni hluta. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóri og fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Núverandi skipan þjóðaröryggisráðs er þessi:

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, formaður
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra
Guðlaugur Þ. Þórðarson, utanríkisráðherra
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis
Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis
Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis.
Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri
Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands
Smári Sigurðsson, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Oddný Harðardóttir, alþingismaður
Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki