fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

„Friðlýsing og virkjun geta ekki farið saman“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. janúar 2019 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðgjafafyrirtækið Environice hefur skilað skýrslu um áhrif hugsanlegrar friðlýsingar víðerna við Drangajökul á umhverfi og samfélag á svæðinu, einkum í Árneshreppi, þar sem fyrirhugað er að reisa Hvalaárvirkjun, með bætt raforkuöryggi Vestfjarða að leiðarljósi. Er niðurstaðan sú að friðlýsing hefði jákvæðari áhrif heldur en virkjunin og að virkjun Hvalár og friðlýsing fari ekki saman.

Náttúruverndarsamtökin ÓFEIG kölluðu eftir áliti Environice. Skýrslan felur ekki í sér eiginlegt umhverfismat samkvæmt lagalegum skilningi, en er þó gerð með hliðsjón af grunnreglum laga um umhverfismat áætlana. Í matinu er tekið fram að virkjun og friðlýsing fari ekki saman:

„Friðlýsing og virkjun geta ekki farið saman. Með virkjunarframkvæmdunum mætti auka tekjur sveitarfélagsins verulega til skamms tíma, en um leið væri mikilvægum hluta af aðdráttarafli svæðisins eytt til frambúðar og lokað á þá möguleika til atvinnuuppbyggingar til langs tíma sem felast í þessu aðdráttarafli.“

Þá segir um meginniðurstöðu skýrslunnar að…

„…friðlýsing Drangajökulsvíðerna sé til þess fallin að skapa ný atvinnutækifæri á svæðinu til langs tíma, bæði í ferðaþjónustu, opinberri þjónustu og í afleiddum greinum, og stuðla þar með að eflingu byggðar. Jafnframt myndi friðlýsing koma í veg fyrir óafturkræfa röskun á landslagi og víðernum, menningarminjum o.fl. Áhrif friðlýsingar á einstaka þætti umhverfis og samfélags voru í öllum tilvikum metin jákvæðari eða minna neikvæð en áhrif fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar á sömu þætti.“

Langt ferli

Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu á matsskýrslu Verkís varðandi umhverfisáhrif virkjunarinnar árið 2017 og taldi áhrifin verulega neikvæð á ásýnd, landslag og víðerni í nágrenninu. Vesturverk, sem er byggingaraðili virkjunarinnar, hyggst sækja um framkvæmdaleyfi vegna undirbúningsvinnu á vormánuðum og sveitarfélagið Árneshreppur vinnur einnig að því að ljúka deiliskipulagsbreytingum til að geta gefið út framkvæmdaleyfi. Þá á Orkustofnun eftir að gefa út virkjunarleyfi og gera þarf tengisamning við Landsnet áður en virkjunin kemst í gagnið, en Landsnet vinnur nú að greiningu á kerfi sínu á Vestfjörðum, með tilliti til Hvalárvirkjunar.

Sjá einnigAndri Snær um Hvalárvirkjun:„Auðvelt að rugla saman grunnþörf almennings og braski auðmanna sem eru að selja orkuna í eitthvað kjaftæði“

Sjá einnig: Hvalá:stórstígar framfarir fyrir Vestfirðinga

Sjá einnigSegir ólíklegt að ákvörðun um Hvalárvirkjun verði hnikað

Sjá einnigHvað mun Hvalárvirkjun hafa í för með sér ? Sjáðu myndbandið frá Landvernd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus