fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Stjórnarþingmenn styðja fullan aðskilnað ríkis og kirkju – Sagt henni fyrir bestu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. september 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Andrés Ingi Jónsson og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmenn VG, eru meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu Jóns Steindórs Valdimarssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Tillagan fjallar einnig um nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga.

Tíu fulltrúar frá fjórum þingflokkum standa að tillögunni, sem miðar að því að ríki og kirkja verði aðskilin að fullu árið 2034:

„Þannig er gefinn mjög rúmur tími til að hnýta alla hnúta og ráðrúm fyrir kirkjuna að laga sig að breyttum aðstæðum. Ég geri ráð fyrir að kirkjan, ekki síður en ríkið, hefði hag af lagalegum og fjárhagslegum aðskilnaði,“

segir Jón Steindór við Vísi.

Hvað um kirkjujarðasamkomulagið ?

Einn helsti ásteytingarsteininn í umræðunni um aðskilnað ríkis og kirkju hefur verið kirkjujarðasamningurinn frá 1997, sem tryggði ríkinu fjölda verðmætra kirkjujarða, gegn greiðslu launa presta þjóðkirkjunnar og starfsmanna Biskupsstofu.

Um samninginn segir í tillögunni að semja eigi um endanlegt uppgjör allra samninga og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig það mun fara fram, þar sem ríkið hefur þegar selt fjölda jarða og deilur gætu komið upp um verðmæti þeirra sem eftir eru:

 „…búa þarf þannig um hnúta að slitin verði öll tengsl sem byggjast á gildandi lögum og sérstökum samningum, þ.m.t. sérákvæði stjórnskipunarlaga um þjóðkirkjuna sem tryggir henni sérstöðu umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Skal samið um endanlegt uppgjör allra samninga þannig að því uppgjöri ljúki eigi síðar en árið 2034.“

Í greinagerð þingsályktunartillögunnar segir að í viljayfirlýsingu sem fylgdi viðbótarsamningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi um kirkjujarðir sé m.a. gert ráð fyrir endurskoðun og brottfalli ýmissa laga sem varða þessi málefni og geti það einmitt nýst vel við að setja heildstæða löggjöf um öll trú- og lífsskoðunarfélög, sem er annar liður í tillögunni:

 „Þar verði settar almennar reglur um starfsemi þeirra og eftir atvikum hvort ríkið eigi að hafa milligöngu um innheimtu gjalda eins og nú tíðkast eða slík innheimta verði alfarið í höndum félaganna sjálfra án aðkomu ríkisins. Í frumvarpinu verði einnig ákvæði um hvernig skuli staðið að samningum við félögin sé talin þörf á að fela þeim tiltekin samfélagsleg verkefni. Um þau verði þá gerðir sérstakir tímabundnir þjónustusamningar og gætt fulls jafnræðis milli þeirra félaga sem vilja taka að sér slík verkefni og uppfylla almenn skilyrði um faglega getu til þess að sinna þeim. Frumvarp af þessu tagi verði afgreitt á kjörtímabilinu

Mótsögnin í stjórnarskránni

Meðal forsenda aðskilnaðar er sú sérstaða sem þjóðkirkjan hefur hér á landi en hún nýtur sérstakrar verndar í stjórnarskrá, umfram önnur trúfélög, þó svo að stjórnarskráin boði einnig að íslenskum ríkisborgurum skuli ekki mismunað á grundvelli trúar sinnar og allir séu jafnir fyrir lögum, óháð trúarbrögðum. Þar virðist um augljósa mótsögn að ræða, þar sem jafnréttisgrundvöllurinn virðist háður skilyrðum.

Himinskautaskráning á hraðri niðurleið

Þá hefur þjóðkirkjan misst spón úr aski sínum undanfarin ár. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru um 90% landsmanna í þjóðkirkjunni árið 1998 en aðeins 65% um næstliðin áramót. Þá hefur fólki innan þjóðkirkjunnar beinlínis fækkað allar götur frá árinu 2010. Árið 1998 voru 244.893 skráðir í þjóðkirkjuna en 232.591 um síðustu áramót. Utan þjóðkirkjunnar voru á sama tíma 124.400 manns.

Frá miðbiki tíunda áratugarins hafa reglulega verið gerðar skoðanakannanir um afstöðu almennings til aðskilnaðar. Í lang flestum þeirra hefur meirihluti landsmanna, um og yfir helmingur, stutt aðskilnað.

Í þjóðaratkvæðisgreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs árið 2012, var spurt hvort kjósendur vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi.

Um 58 þúsund manns svöruðu því játandi, en tæplega 44 þúsund manns neitandi, eða 57.1 prósent gegn 42.9 prósentum. Kjörsókn var um 49%.

Hinsvegar var ekki verið að kjósa um hvort viðkomandi styddi aðskilnað ríkis og kirkju, aðeins um hvort þjóðkirkjan myndi missa stjórnarskrárbundna vernd sína. Undir það sjónarmið tók biskup Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki