fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Eyjan

Sigmundur gagnrýndi ræðu Katrínar: Sagði þá sem tala mest oft nálgast málin á kolrangan hátt

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 21:29

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir fjallaði mikið um baráttuna við loftlagsvandan í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld.

„Við höfum alltaf þurft að lesa skilaboð náttúrunnar og sjaldan eða aldrei hafa skilaboð náttúrunnar verið jafn skýr, ekki aðeins hér á Íslandi heldur um heim allan,“ sagði Katrín meðal annars.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var næstur upp í pontu. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina og talaði trekk í trekk um „sýndarpólítík“.

Einnig talaði Sigmundur um loflagsmál þar sem hann sagði:

„Þau eru vissulega stórt mál og mikilvægt, en þau eiga það sameiginlegt með öðrum málum sem vekja athygli, að þau sem tala mest um þau, nálgast þau oft á kolrangan hátt.“

Þessi ummæli Sigmundar verða að teljast ansi sérstök þegar hugsað er um hið umtalaða orkupakkamál, en þá var það einmitt flokkur Sigmundar, Miðflokkurinn sem talaði langmest allra flokka.

Sigmundur talaði einnig um valdaójafnvægi í ríkisstjórninni og gaf í skyn að Vinstri Grænir hefðu mikla stjórn á hinum ríkisstjórnarflokkunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir áhuga ríkisstjórnarinnar á afglæpavæðingu

Gefur lítið fyrir áhuga ríkisstjórnarinnar á afglæpavæðingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð