Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Eyjan

Sigmundur gagnrýndi ræðu Katrínar: Sagði þá sem tala mest oft nálgast málin á kolrangan hátt

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 21:29

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir fjallaði mikið um baráttuna við loftlagsvandan í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld.

„Við höfum alltaf þurft að lesa skilaboð náttúrunnar og sjaldan eða aldrei hafa skilaboð náttúrunnar verið jafn skýr, ekki aðeins hér á Íslandi heldur um heim allan,“ sagði Katrín meðal annars.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var næstur upp í pontu. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina og talaði trekk í trekk um „sýndarpólítík“.

Einnig talaði Sigmundur um loflagsmál þar sem hann sagði:

„Þau eru vissulega stórt mál og mikilvægt, en þau eiga það sameiginlegt með öðrum málum sem vekja athygli, að þau sem tala mest um þau, nálgast þau oft á kolrangan hátt.“

Þessi ummæli Sigmundar verða að teljast ansi sérstök þegar hugsað er um hið umtalaða orkupakkamál, en þá var það einmitt flokkur Sigmundar, Miðflokkurinn sem talaði langmest allra flokka.

Sigmundur talaði einnig um valdaójafnvægi í ríkisstjórninni og gaf í skyn að Vinstri Grænir hefðu mikla stjórn á hinum ríkisstjórnarflokkunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Ekið á áttræða konu og Ásta hefur fengið nóg – „Vona að borgarfulltrúar okkar taki þessari ábendingu“

Ekið á áttræða konu og Ásta hefur fengið nóg – „Vona að borgarfulltrúar okkar taki þessari ábendingu“
Eyjan
Í gær

Brynjar vill aðskilnað – „Virðist einkum vera í því að eyðileggja einstaklinga og fyrirtæki“

Brynjar vill aðskilnað – „Virðist einkum vera í því að eyðileggja einstaklinga og fyrirtæki“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Logi er gáttaður á eyðslusemi Reykjavíkurborgar – „Eins og milljónamæringur á fyllerí“

Logi er gáttaður á eyðslusemi Reykjavíkurborgar – „Eins og milljónamæringur á fyllerí“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem óvart felldi Berlínarmúrinn 9. nóvember 1989

Maðurinn sem óvart felldi Berlínarmúrinn 9. nóvember 1989
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pírati segir fréttir af gjaldþroti sínu stórlega ýktar – „Óþarfi að reyna að flýta dauðdögum með óþarfa hjartaáföllum!“

Pírati segir fréttir af gjaldþroti sínu stórlega ýktar – „Óþarfi að reyna að flýta dauðdögum með óþarfa hjartaáföllum!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ríkið aðstoðar aðeins við kaup á nýjum íbúðum sem hafa aldrei verið dýrari – „Algjör svik verði það raunin“

Ríkið aðstoðar aðeins við kaup á nýjum íbúðum sem hafa aldrei verið dýrari – „Algjör svik verði það raunin“