fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Töluverð fækkun ferðamanna í júní – Færri keyra Gullna hringinn

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 08:52

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 195 þúsund í júnímánuði eða um 39 þúsund færri en í júní árið 2018, . Fækkun milli ára nemur 16,7%.

Fækkun hefur verið alla aðra mánuði frá áramótum, í janúar fækkaði brottförum um 5,8%, í febrúar um 6,9%, í mars um 1,7%, í apríl um 18,5% og um 23,6% í maí.

Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í júní eða 31% brottfara og fækkaði þeim um 35,1% milli ára.

Frá áramótum hafa 900 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 12,4% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra.

Umferð minnkar

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að ökutækjum sem óku Gullna hringinn hafi fækkað um rúm 13% milli ára í maí og júnímánuði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Alls keyrðu 164.397 ökutæki fram og til baka um veginn á milli Gullfoss og Geysis samanlagt í maí og júní árið 2018 en 142.411 ökutæki óku veginn fram og til baka á sama tímabili árið 2019.

Fjölmennustu þjóðernin

Af einstaka þjóðernum voru flestar brottfarir í júní tilkomnar vegna Bandaríkjamanna sem fyrr segir. Þjóðverjar voru í öðru sæti en brottfarir þeirra voru 17 þúsund talsins eða 6,4% fleiri en í júní árið áður. Í þriðja sæti voru brottfarir Breta, um tíu þúsund talsins og fækkaði þeim um 21,1%.

Þar á eftir fylgdu síðan brottfarir Kínverja (4,9% af heild), Pólverja (4,8% af heild), Frakka (4,4% af heild), Kanadamanna (4,3% af heild), Svía (2,9% af heild), Norðmanna (2,5% af heild) og Dana (2,2% af heild).

Ferðir Íslendinga utan

Um 64 þúsund Íslendingar fóru utan í júní í ár eða 9% færri en í júní 2018. Frá áramótum hafa 307 þúsund Íslendingar farið utan eða 4,9% færri en á sama tímabili í fyrra.

Nánari skiptingu á milli þjóðerna má sjá í töflunni í viðhengi og frekari upplýsingar eru undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna á vef Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn