fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Rétt helmingur hjólreiðamanna telur sig örugga í Reykjavík

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. júní 2019 18:00

Ljósmynd/RagnarTH-tekið af vef Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Birna Sigurðardóttir, Cand. Psych & PhD í samgöngu- og umhverfissálfræði kynnti niðurstöður könnunar á öryggisupplifun höfuðborgarbúa á hjólastígum í Reykjavík á Velo-city ráðstefnunni í Dublin í dag. Greint er frá þessu á vef Reykjavíkurborgar.

Til að meta öryggisupplifun þátttakenda var spurt: Hversu örugg/ur eða óörugg(ur) finnst þér þú vera þegar þú hjólar um í Reykjavík almennt ?

Séu eingöngu þeir sem taka afstöðu til spurningarinnar skoðaðir má sjá að af þeim eru 54,6% frekar eða mjög öruggir en á móti eru 11,8% frekar eða mjög óöruggir. Þriðjungur sagðist í meðallagi öruggur.

 

97% öruggi í Fossvogi

Ekki reyndist marktækur munur á milli kyns né aldurs, þó reyndist munur á milli notendahópa þar sem þeir sem hjóla minnst eru oftar frekar eða mjög óöruggir.

Í kjölfar þessarar spurningar var spurt hvort að óöryggi hafi verið ástæða þess að viðkomandi hafi valið sér annan ferðamáta en hjólreiðar og segja rúm 18% að það hafi gerst stundum til mjög oft. Var marktækur munur við kyn þar sem óöryggi virtist hafa oftar áhrif á val á ferðamáta kvenna. Að lokum voru þátttakendur beðnir um að meta hvort að tiltekin atriði sem tengdust annars vegar innviðum og hins vegar hegðun og þekkingu annarra vegfarenda, gætu bætt öryggisupplifun viðkomandi.

Gátu þátttakendur valið allt að 5 atriði af hvorum lista fyrir sig auk þess að skrifa um önnur atriði í opnum svarmöguleika. Fleiri aðskildir hjólastígar og aðrir möguleikar yfir þveranir fengu flest atkvæði hvað innviði varðar en aukin tillitssemi milli ólíkra ferðamáta og betri þekking á því hver á réttinn í umferðinni voru þau atriði sem fengu flest atkvæði hvað hegðun og þekkingu varðar.

Þátttakendur telja sig afar örugga þegar hjólað er við stíginn við Fossvoginn  (97%) en hins vegar fellur þetta hlutfall niður í 60% þegar spurt er um öryggisupplifun þegar hjólað væri um almennt í Reykjavík.

Skýrsla um Öryggisupplifun hjólreiðamanna í Reykjavík

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt