fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Gagnrýnir að ekki sé hægt að niðurgreiða sumarnámskeið með Frístundarkortinu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 20:30

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Madgalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, lagði fram fyrirspurn til íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar um af hverju ekki væri hægt að niðurgreiða sumarnámskeið með frístundarkortinu.

Frístundarkortið veitir 50 þúsund króna styrk á ári til að niðurgreiða þátttöku- og æfingargjöld barna og unglinga, en Sanna bendir á að sá kostnaður geti vel farið yfir 50 þúsund krónur á ári, og því nýtist kortið ekki þeim foreldrum sem ekki hafa efni á því að greiða mismuninn sem upp á vantar.

„Þú ert ekki að fara að skrá barnið þitt í eitthvað ef þú getur svo ekki borgað mismuninn. Það er því skiljanlegt að foreldrar vilji nýta þetta í sumarnámskeið en það er ekki leyfilegt,“

segir Sanna. Hún segir reglurnar kveða á um að „ekki séu veittir styrkir vegna hefðbundinna sumarnámskeiða sem ná ekki 10 vikna lengd nema sérstök og málefnaleg sjónarmið eigi við.“ Þá sé það mat Íþrótta- og tómstundasvið hvort veita eigi undanþágu hverju sinni.

Sanna spyr hver sé ástæða þess:

„Svarið snýr að því að stutt námskeið stuðli ekki að reglubundinni þátttöku í skipulegu frístundastarfi og séu því ekki jafn árangursrík í að styrkja félagsfærni barna. Hugmyndin með frístundakortið er m.a. að reyna að tryggja að iðkendur tengist félagslegu umhverfi yfir ákveðinn lágmarkstíma. Þetta er falleg pæling, að reyna að tryggja að börn taki þátt í lengri námskeiðum en því miður er veruleikinn sá að það stendur ekki öllum til boða að greiða heildarkostnaðinn fyrir slíkt og ég á mjög erfitt með að átta mig á því hvernig þetta samrýmist yfirlýstum markmiðum um frístundakortið. Á vefsíðu borgarinnar kemur fram að „Markmið og tilgangur Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík 6 – 18 ára geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“