fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Eyjan

Meirihluti landsmanna styður þungunarrofsfrumvarpið – Hvernig kaus þinn þingmaður ?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. maí 2019 09:03

Tölvuteikning af 22 vikna fóstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær samþykkti Alþingi lög um þungunarrof, sem veitir konum fullan ákvörðunarrétt til þess að rjúfa meðgöngu sína til loka 22. viku meðgöngu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem lagði fram frumvarpið, segir nýju löggjöfina eina þá framsæknustu í heimi, en þeir sem studdu málið sögðu það fyrst og fremst vera kvenfrelsis mál, nokkuð sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildi ekki samþykkja nema að litlu leyti, en Sjálfstæðisflokkurinn var eini flokkurinn á þingi sem klofnaði í málinu.

Bjarni var eini ráðherrann sem sagði nei, en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra var erlendis, en studdi málið „í anda“.

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins eru 50.6 prósent landsmanna hlynntir þungunarrofi fram að 23. viku meðgöngu.

Andvígir eru 34.3 prósent.

Hvorki né sögðu 15.1 prósent.

Mikill meirihluti yngstu aldurshópanna er hlynntur þungunarrofi samkvæmt Fréttablaðinu, en eldri aldurshópar eru andvígir. Þá eru konur hlynntari þungunarrofi en karlar:

Alls 58% kvenna eru hlynnt en 32% andvíg. Þá segja 11% hvorki né, spurð um afstöðu sína.

Karlar mælast 44% andvígir, 37% hlynntir og hvorki né sögðu 20%.

Hvernig kaus þinn þingmaður ?

Atkvæðagreiðslan á Alþingi skiptist svona:

Já sögðu:

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Alex B. Stefánsson, Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðjón S. Brjánsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Andri Thorsson, Halla Gunnarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Jón Þór Ólafsson, Jón Steindór Valdimarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Smári McCarthy, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Willum Þór Þórsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Nei sögðu:

Ásmundur Friðriksson, Bergþór Ólason, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Bjarni Benediktsson, Brynjar Níelsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Inga Sæland, Jón Gunnarsson, Jón Þór Þorvaldsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Þorsteinn Sæmundsson

Greiddu ekki atkvæði:

Anna Kolbrún Árnadóttir, Haraldur Benediktsson, Njáll Trausti Friðbertsson

Fjarverandi voru:

Vilhjálmur Árnason, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kjartan er látinn – Merkur ferill

Kjartan er látinn – Merkur ferill
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi

Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur felldi tár vegna frétta seinustu helgar – „Ekki sýna fólki vanvirðingu. Ekki vera siðlaus egóisti“

Guðmundur felldi tár vegna frétta seinustu helgar – „Ekki sýna fólki vanvirðingu. Ekki vera siðlaus egóisti“