fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Drífa íhugar að hvetja til sniðgöngu: „Munum virkja verðlagseftirlit ASÍ mjög hressilega“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun að þær hækkanir á vöruverði sem boðaðar hafi verið af fyrirtækjum í kjölfar kjarasamninga, gætu orðið til þess að ASÍ myndi hvetja til þess að almenningur sniðgangi vörur frá þeim fyrirtækjum.

Nú þegar hafa margir hvatt til sniðgöngu á vörum frá heildsölufyrirtækinu Íslenska Ameríska á samfélagsmiðlum, en fyrirtækið boðaði um helgina 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum frá Myllunni, Frón, Kexverksmiðjunni og Ora, ásamt mýmörgum erlendum vörumerkjum.

„Fyrirtæki verða líka að hafa það í huga að neytendavitund er að vaxa mjög mikið þannig að fólk er meðvitaðra um það en áður við hvaða fyrirtæki það er að versla. En ég reikna að með þvi að við munum virkja verðlagseftirlit ASÍ mjög hressilega og upplýsa okkar félagsmenn um það hvaða fyrirtæki sýna ábyrgð og hver ekki,“

sagði Drífa.

Þá sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að slíkar hækkanir væru misráðnar:

„Þessir samningar eru reistir á forsendum um að halda verðbólgu niðri. Um að kaupmáttur aukist, Um að vaxtastigið lækki. Það gerist að sjálfsögðu ekki með því að launahækkanir fari beint út í verðlagið. Þannig að við höfum hvatt okkar félagsmenn til þess að, og ég held að þeir hugsi flestir á þeim nótum, að horfa frekar til leiða til að lækka kostnað hjá sér með einhverjum öðrum ráðum en að velta hækkunum út í verðlagið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt