fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022

ASÍ

Vilja byggja 3.000 íbúðir í Reykjavík tafarlaust – Nýtur stuðnings verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins

Vilja byggja 3.000 íbúðir í Reykjavík tafarlaust – Nýtur stuðnings verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins

Eyjan
18.10.2021

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur vilja að tafarlaust verði hafist handa við uppbyggingu 3.000 íbúða í borginni. Aðilar á vinnumarkaði styðja þessa tillögu en óttast helst að of skammt sé gengið með henni, þörf sé á fleiri íbúðum. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og formanni húsnæðisnefndar ASÍ, að hann Lesa meira

„Lítil sem engin innistæða fyrir 45 milljarða króna launahækkun“

„Lítil sem engin innistæða fyrir 45 milljarða króna launahækkun“

Eyjan
28.09.2020

Niðurstöður könnunar sem Maskína lagði fyrir forsvarsmenn aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins (SA) 19. til 24. ágúst sýna að 90% þeirra telja ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um áramótin. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þetta sé meðal þess sem komi fram í efnahagsgreiningu SA sem verður kynnt fyrir félagsmönnum Lesa meira

Verðmunur á skólamat og skóladagvistun sveitarfélaga yfir 154 þúsund krónur á ári

Verðmunur á skólamat og skóladagvistun sveitarfélaga yfir 154 þúsund krónur á ári

Eyjan
30.01.2020

Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára en voru alltaf um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu mest, um 10,1%. Þetta kemur fram í tilkynningu um verðkönnun ASÍ. Hækkunin nemur 3.875 kr. á mánuði eða 34.875 kr. á ári miðað við Lesa meira

Leikskólagjöldin hækka – Allt að 14 þúsund króna munur milli sveitarfélaga

Leikskólagjöldin hækka – Allt að 14 þúsund króna munur milli sveitarfélaga

Eyjan
24.01.2020

Úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins sýnir að gjöldin hækka milli ára hjá öllum sveitarfélögum nema Mosfellsbæ og Vestmannaeyjum. Greint er frá þessu á vef ASÍ og sjá má heildartöfluna hér: Leikskólagjöld 2019-2020 Leikskólagjöldin hækka mest á Seltjarnarnesi um tæplega 7% fyrir 8 tíma vistun með fæði og næst Lesa meira

Hækkanir á fasteignagjöldum allt að 15% – Langt umfram gefin loforð

Hækkanir á fasteignagjöldum allt að 15% – Langt umfram gefin loforð

Eyjan
17.01.2020

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman breytingar á fasteignagjöldum milli áranna 2019 og 2020 í 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Breytingarnar eru reiknaðar í krónum miðað við meðal fasteigna- og lóðamat í ákveðnum hverfum hjá þeim sveitarfélögum sem eru til skoðunar en fasteignagjöld eru í flestum tilfellum lögð á miðað við fasteigna- og lóðamat. Margar hækkanir eru Lesa meira

Krefst þess að sveitarfélögin haldi aftur af gjaldskrárhækkunum og „sýni ábyrgð!“

Krefst þess að sveitarfélögin haldi aftur af gjaldskrárhækkunum og „sýni ábyrgð!“

Eyjan
05.12.2019

„Alþýðusambandið ítrekar nauðsyn þess að sveitarfélög sýni ábyrgð og styðji við lífskjarasamningana með því að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám, rétt eins og yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga frá síðasta vori kvað á um,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Þá er greint frá því að Alþýðusambandinu hafi borist fregnir af því að sum sveitarfélög hafi Lesa meira

ASÍ: „Starfsfólk Samherja er ekki ábyrgt fyrir hegðun stjórnar og annarra stjórnenda“

ASÍ: „Starfsfólk Samherja er ekki ábyrgt fyrir hegðun stjórnar og annarra stjórnenda“

Eyjan
20.11.2019

„Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir með öllu því arðráni sem afhjúpað var í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í síðustu viku og skipulagðri spillingu þar sem auðlindir fátækrar þjóðar eru misnotaðar,“ segir í ályktun frá miðstjórn ASÍ. Þar eru starfsaðferðir Samherja í Namibíu fordæmdar: „Það er hrollvekjandi að sjá hvernig Samherji virðist hafa nýtt sér árangursríkt þróunarstarf Lesa meira

Drífa segir veggjöld ekki til umræðu nema eitthvað fáist í staðinn

Drífa segir veggjöld ekki til umræðu nema eitthvað fáist í staðinn

Eyjan
16.10.2019

Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í ræðu sinni á formannafundi ASÍ í dag, að Alþýðusambandið myndi ekki samþykkja veggjöldin án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Sem kunnugt er hyggst ríkisstjórnin í samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ráðast í 120 milljarða uppbyggingu vegakerfisins og Borgarlínu á næstu 15 árum,  hvar veggjöld eiga að standa fyrir Lesa meira

ASÍ og BSRB stofna rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum

ASÍ og BSRB stofna rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum

Eyjan
14.10.2019

Alþýðusamband Íslands og BSRB hafa ákveðið að setja á fót rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum til að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála. Norræn heildarsamtök á vinnumarkaði starfrækja mörg hver slíkar stofnanir og er því sérstakt ánægjuefni að íslenska verkalýðshreyfingin stígi nú þetta stóra skref. En ekki eru fordæmi fyrir því hér á landi að samtök Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af