fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn Már: „Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. desember 2018 10:34

Már Guðmundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, birtir bréf sitt til bankaráðs Seðlabankans á heimasíðu Samherja í dag. Þar segir að enn hafi hann ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum, þeim elstu frá því í janúar fyrra er hann kallaði eftir ákveðnum upplýsingum. Því líti hann svo á að bankaráðið ætli ekki svara erindum hans og hyggst Þorsteinn fara með málið fyrir úrskurðarnefnd upplýsingamála, ásamt afgreiðslu bankaráðs á fyrri erindum undanfarinna tveggja ára:

„Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót. Nú virðist formaður bankaráðs ætla að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur. Eru það mér og starfsmönnum Samherja mikil vonbrigði að bankaráðsformaður hafi kosið að draga málið að ósynju. Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endranær.“

Athygli vekur að Þorsteinn notar lágstaf er hann ritar nafn Seðlabankans, en samkvæmt réttritunarreglum skal nafn hans ætíð skrifað með hástaf.

Már fari gegn vilja bankaráðs

Þá reifar Þorsteinn töfina sem orðið hefur á greinargerð bankans til forsætisráðherra, sem kallaði eftir henni þann 12. nóvember og gaf frest til 7. desember, sem bankaráðið gat ekki orðið við, heldur óskaði í tvígang eftir fresti og ætlar að skila greinargerðinni  þangað til í janúar.

Þorsteinn segir að í millitíðinni hafi Már Guðmundsson farið gegn vilja bankaráðs, með framkomu sinni í fjölmiðlum:

„Í millitíðinni fór seðlabankastjóri mikinn í fjölmiðlum þar sem hann hélt því enn og aftur fram að það væri lagaskylda hans að kæra bæði mig og Samherja til lögreglu. Hef ég birt opinberlega ýmis dæmi um kæruatriði sem sýna að bankanum var kunnugt um að ekki var brotum fyrir að fara. Að seðlabankastjóri hafi notað heimasíðu bankans til að birta yfirlýsingu og fara í viðtöl á öllum helstu fjölmiðlum landsins, gagngert til að ræða mál Samherja, hefur varla verið gert án samráðs og samþykki formanns bankaráðs. Virðist núverandi bankaráðsformaður því hafa dregið til baka ályktun fyrra bankaráðs um að seðlabankastjóri láti af opinberri umfjöllun.“

Þorsteinn segir að framangreind ályktun virðist ekki eiga lengur við og að seðlabankastjóri hafi „óheft málfrelsi til að ræða einstök mál í fjölmiðlum, þá einkum mál Samherja.“

Þá spyr Þorsteinn hvort greinargerðin verði sama marki brennd og  og skýrsla Lagastofnunar sem gerð var fyrir bankaráð árið 2016:

„Þá hundsuðu starfsmenn seðlabankans Lagastofnun, komu sér undan samstarfi og að lokum sátu þeir á skýrslunni í tæpt hálft ár og breyttu áður en hún leit dagsins ljós. Ég tel víst að nú séu þeir sömu starfsmenn komnir í gerð greinargerðar bankaráðs. Slíkt hlýtur að draga mjög úr vægi og trúverðugleika greinargerðarinnar.“

 

Sjá einnig:  Þorsteinn Már:„Ekki hjá því komist að kæra Má Guðmundsson til lögreglu“

Sjá einnigÞorsteinn Már mætir upp í Seðlabanka í dag

Sjá einnigMár staðreynir sáttaleiðina við Samherja eftir minni:„Ég tek ekki upp mín símtöl enda er það ólöglegt“

Sjá einnig: Samherji segir dylgjur Seðlabankans eftir dóm Hæstaréttar vera „sorglegar“ og „ógeðfelldar“ – Bjóða Katrínu á fund

Sjá einnigSeðlabankinn fær frest í Samherjamálinu

Sjá einnigKatrín krefur Seðlabankann um svör í máli Samherja

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus