fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Óvænt nöfn í landsliðshópi Arnars? – „Finnst að hann ætti að vera en ég held hann verði það ekki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 12:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson mun í næstu viku kynna sinn fyrsta hóp sem nýr landsliðsþjálfari Íslands, fyrir leiki í umspili Þjóðadeildarinnar gegn Kósóvó. Þetta var rætt í hlaðvarpinu Dr. Football í dag.

Því var til að mynda velt upp hvort óvænt nöfn gætu komið inn í hópinn fyrir þetta verkefni. Benoný Breki Andrésson hefur til að mynda skorað tvö mörk í síðustu þremur leikjum með enska C-deildarliðinu Stockport, en hann gekk í raðir félagsins frá KR í vetur.

„Haldiði að hann sé inni?“ spurði Hjörvar Hafliðason í þættinum.

„Mér þætti það ekkert óeðlilegt,“ sagði Baldvin Már Borgarson, annar af sérfræðingum hans.

„Mér finnst að hann ætti að vera en ég held hann verði það ekki,“ sagði Sigurður Gísli Bond.

Baldvin telur að það verði hausverkur fyrir Arnar að velja hópinn fyrir komandi leiki og var fleiri nöfnum sem gætu óvænt verið með kastað fram.

„Gísli Gottskálk er leikmaðurinn hans Arnars, hann bjó hann til að miklu leyti. Hann er farinn að spila allar mínútur með Lech Poznan í Póllandi, sem er gott level,“ sagði Baldvin og var Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando í Bandaríkjunum, einni nefndur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Í gær

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur