fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Fókus
Mánudaginn 11. nóvember 2024 09:38

Bragi Valdimar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragi Valdimar Skúlason, einn af okkar allra vinsælustu og skemmtilegustu textasmiðum, hefur varpað fram nokkrum hugmyndum að nýju nafni fyrir hinn svokallaða „singles Day“ sem er í dag, 11. nóvember.

Dagurinn er stundum kallaður „dagur einhleypra“ en hugtakið „Singles Day“hefur þó náð að festa sig betur í sessi. Um er að ræða kínverska hefð sem hófst á tíunda áratug síðustu aldar og var fljót að breiðast út um heimsbyggðina.

Í færslu á Facebook-síðu sinni notar Bragi Valdimar kjarnyrta íslensku og segir:

„Ágætu andlausu, óinnblásnu kaupahéðnar og enskuupplepjandi skransalar. Hér fáið þið fáeinar tillögur að íslenskum heitum á þennan eymingjans ellefta nóvember, dag einhleypra, sem þið kjósið raunar ítrekað og umhugsunarlaust að kalla „singles day“ – og já – sem þið megið gjarnan að óbreyttu troða þéttingsfast upp í greiðslugáttirnar á ykkur.“

Færslunni fylgja svo nokkrar skemmtilegar tillögur:

Eindagi

Stakdægur

Einidagur

Dagur einmanaleikans

Einsemdadægur

Ógiftudagur

Kaupársdagur

Einkaupadagur

Álausudagur

Einverudagur

Staklingamessa

Dagur hinna einstæðu

Ókvænisdagur

Einsa–mall

Dagurinn eini

Einverjadagur

Dagur einstæðinga

Einhleypidagur

Lausliðugramessa

Einkaupadagur

Skrandagur

1111

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“