fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

TikTok-stjarna látin aðeins 25 ára – „Glímdi við meiri sársauka og kvalir en flestir gera á lífsleiðinni“

Fókus
Þriðjudaginn 8. október 2024 13:30

Taylor Rousseau Grigg. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok-stjarnan Taylor Rousseau Grigg lést þann 5. október, aðeins 25 ára gömul.

Eiginmaður hennar, Cameron Grigg, greindi frá fráfalli hennar um helgina.

„Enginn býst við því að þurfa að kljást við svona sársauka, sérstaklega á okkar aldri. Undanfarið ár hefur Taylor þurft að glíma við meiri sársauka og kvalir en flestir gera yfir ævina. Þrátt fyrir það hefur hún verið svo mikið ljós og fært öllum í kringum hana gleði. Hún er hugrakkasta og sterkasta kona sem ég þekki,“ sagði hann í færslu á Instagram.

Mynd/Instagram

Taylor var með yfir milljón fylgjendur á TikTok og hafði birt myndband á miðlinum, stuttu áður en hún dó, um heilsuvandamál sín. Hún sagðist hætt að þykjast og vildi vera sönn sér sjálfri.

„Sumir eru með ákveðnar skoðanir varðandi hvað sé að mér,“ sagði hún í myndbandi í ágúst.

„Fyrst þegar ég byrjaði þá naut ég þess að taka upp efni og vera fyrir framan myndavélina. Eftir einhvern tíma þá var ég farin að finna fyrir pressu að standa mig, pressu að vera svona og hinsegin, sem er alveg ómögulegt fyrir eina manneskju að vera. Maður byrjar að setja upp leikrit, en ég er hætt því.“

Erfið barátta

Taylor herjaði erfiða baráttu við krónískan sjúkdóm. Hún sagðist stundum vera of veikburða til að labba og að stundum væri hún rúmföst vegna verkja.

„Mér líður eins og ég sé að berjast alla daga. Mér líður eins og ég hef týnt sjálfri mér og er að reyna að finna mig,“ sagði hún með tárin í augunum.

Taylor sagði aldrei við hvaða sjúkdóm hún var að kljást við.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Cameron Grigg (@cameron.griggg)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Í gær

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig