fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Arnar útskýrir það sem fór í taugarnar á mörgum Íslendingum – „Þetta virkar bara ekki þannig“

433
Laugardaginn 7. september 2024 09:00

Arnar gerði frábæra hluti í Víkinni. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni, sem sneri aftur á 433.is eftir sumarfrí fyrir helgi.

Víkingur tryggði sér sæti í deildarkeppni Sambansdeildarinnar á dögunum. Síðasti hjallinn sem liðið þurfti að komast yfir í undankeppninni var Santa Coloma frá Andorra og gerðu Víkingar það örugglega. Fyrri leiknum lauk með 5-0 sigri hér heima en þeim seinni með markalausu jafntefli.

video
play-sharp-fill

Lærisveinar Arnars hlutu einhverja gagnrýni frá fólki í kringum fótboltann hér heima, þar sem það hefði komið sér vel fyrir íslensk lið að fá sigur frá Víkingi þarna.

„Við lögðum alveg áherslu á það á fundinum fyrir leiki og þess háttar en við vorum ekki tilbúnir að henda öllu. Fyrir hinn almenna áhugamann er þetta bara Andorra og þeim finnst að við eigum að rústa þessu liði en þetta virkar bara ekki þannig í þessum fótbolta. Það voru ótrúlegustu úrslit í þessum síðustu umferðum í Evrópukeppnunum, sveiflur á milli leikja.

Fyrst og fremst var okkar skylda að tryggja sigurinn. Það var líka búið að vera mikið leikjaálag og mikilvægt að komast í gegnum þetta lifandi. Það beið okkar langt ferðalag og svo mikilvægur leikur á móti Val tveimur dögum seinna. Okkur langaði mjög mikið að vinna en ég viðurkenni það að við fórum ekki alveg „all-in“ til að ná því markmiði,“ sagði Arnar er hann var spurður út í þetta.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Í gær

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Í gær

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
Hide picture