fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Ragnhildur gekk út úr ræktinni án þess að gera nokkurn skapaðan hlut – Þetta er ástæðan

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. júní 2024 09:30

Ragga Nagli veit hvað hún syngur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, gekk út úr ræktinni án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Hún útskýrir af hverju í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari.

Urlandi gíruð

Ragnhildur segir að við eigum það til að vera með óraunhæfar væntingar varðandi ræktina vegna skilaboða frá samfélagsmiðlum.

„„Ohh hvað ég sé eftir að hafa farið á æfingu… sagði enginn aldrei.“ „Aldrei hvíld.“ „Grjóthart eða farðu heim til þín.“

Svona setningar ausast yfir þig á samfélagsmiðlum. Við eigum að vera urlandi gíruð í ræktina eins og bílasali í Miðvesturríkjunum alla 365 daga ársins,“ segir hún og bætir við að skilaboðin sem við gjarnan fáum er að „það þurfi að slefa á hlaupabretti og sprengja æðar í stálrífingum sjö daga vikunnar til að öðlast líkamann sem þú þráir,“ segir hún.

Aðrir vinsælir frasar eru: „Þú getur sofið þegar þú ert dauður“ og „sviti er fita að grenja.“

Ragga Nagli. DV/Hanna

„EKKI Í DAG KELLING“

Ragnhildur hlustar ekki á svona rugl, heldur hlustar hún á líkamann.

„Naglinn labbaði nýlega út úr ræktinni án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Svefnleysi eftir djamm fram á rauða nótt streymdi um æðakerfið. Bakið hafði verið með dólg undanfarið. En það var fótadagur og helv…. dugnaðarkvíðinn og samviskusemin drattaði Naglanum af stað,“ segir hún.

„Eftir væskilslega upphitun var fyrsta sett af hnébeygjum fram undan.

En það þurfti ekki nema nokkrar endurtekningar til að heyra loksins í líkamanum sem gargaði: EKKI Í DAG KELLING !!!

Og Naglinn pakkaði saman föggum sínum og skundaði út úr ræktinni og beint þangað sem líkaminn vildi vera.

Lóðrétt í bælið og lúllaði á sitt græna í staðinn fyrir að djöflast í járninu.“

Sjálfsrækt

„Stundum er sjálfsrækt að taka enga æfingu. Suma daga er besta sjálfsræktin að hlusta á þegar líkaminn gargar á þig að klæða þig bara í lopasokka og hlusta á Rás 2 uppi í sófa með heitan hafragraut,“ segir hún og kveður niður ranghugmynd.

„Ef þú tekur hvíldardag munu vöðvarnir ekki leka af þér eins og smjör á volgu rúnstykki. Ef þú hvílir þig einn dag mun spikið ekki hlaðast á mjaðmir, rass og læri,“ segir hún og fer yfir það sem mun í raun og veru gerast:

„🟣 Auknar þyngdir á stöng.

🟣 Meiri hraði í sprettum.

🟣 Meiri ánægja í ræktinni.

🟣 Betri og dýpri svefn.

🟣 Meiri kynhvöt og tíðara húllumhæ.

🟣 Minni súkkulaðilöngun.“

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Að lokum bendir Ragnhildur á að það sé hægt að eiga ömurlega æfingu sem hefði betur ekki átt sér stað.

„Skrifaðu þess æfingaprógrammið þitt með blýanti en ekki penna svo þú getir strokað út heilan dag þegar líkaminn heimtar það.

Stundum mætum við þreytt og eigum fína æfingu. En stundum hefðum við betur setið heima.

Það er mikil meðvitund og innsýn að þekkja muninn og krefst þekkingar á okkar eigin skrokk.“

Eins og venjulega hefur pistillinn slegið í gegn hjá netverjum, smelltu hér til að Facebook-síðu Naglans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“