Jack Diamond, 23 ára leikmaður Sunderland í næst efstu deild á Englandi segist saklaus af ásökunum um nauðgun. Hann hafi neitað að stunda kynlíf með konunni sem sakar hann um glæpinn.
Málið er komið fyrir dómstóla í Bretlandi og mætti Diamond fyrir rétt í gær sagði frá sinni upplifun af samskiptum þeirra.
Diamond segist hafa verið nýkominn úr langtíma sambandi þegar hann hitti þessa konu og þau hafi farið heim saman.
Hann segir að hið meinta fórnarlamb hafi farið í fýlu þegar hann bað hana að hætta, hún hafi þá ætlað að fara ofan á sig og stunda kynlíf með. honum.
Hann segist hafa kysst konuna síðar til að reyna að láta henni líða vel en að hún hafi sagt að augnablikið væri búið. Hún hafi síðan yfirgefið húsið hans.
Diamond segist hafa kynnst konunni á Tinder og neitar því alfarið að hafa nauðgað henni.