Priscilla Presley, fyrrum eiginkona rokkkonungsins Elvis Presley lét hafa nýlega eftir sér að hún hefði aldrei viljað gifta sig aftur eftir skilnað þeirra þar sem enginn karlmaður gæti nokkurn tíma jafnast á við Elvis.
PageSix greinir frá að þar fari Priscilla ekki alveg með rétt mál. Um miðjan áttunda áratuginn, eftir að hún skildi við Elvis, varð Priscilla ástfangin af nýjum manni: Robert Kardashian, sem síðar varð höfuð Kardashians-klansins: eiginmaður Kris (síðar Jenner) og faðir Kim, Kourtney, Khloé og Rob. Heimildarmenn segja að Kardashian hafi á sínum tíma viljað giftast Priscillu.
„Priscilla gladdi Robert mjög,“ sagði náinn vinur þeirra, Joni Migdal, við mig þegar ég var að skrifa bókina mína, „The Kardashians: An American Drama,“ sem kom út árið 2017,“ segir Jerry Oppenheimer. „Hann vildi giftast henni og eignast börn með henni. Það var sannarlega von hans, áætlun hans.“
Það var ást við fyrstu sýn hjá Priscillu og Robert og þau voru náin frá fyrstu kynnum segja heimildarmenn. Ástarsamband Elvis við Lindu Thompson, fyrrum Ungfrú Tennessee, truflaði þó nokkuð samband Priscillu og Robert. Thompson varð svo síðar eiginkona Caitlyn (áður Bruce) Jenner, sem varð svo seinni maður Kris Jenner….meiri flækjan!
Náinn vinur minntist þess að Robert kvartaði ákaft yfir því þegar Elvis hringdi í Priscillu í miðjum ástaratlotum hennar og Robert. Elvis hafi talað samhengislaust í þessum símtölum og hafi Priscilla oft sett símtólið á koddann milli hennar og Robert þar sem hann mátti hlusta á rausið í rokkkonunginum við sína fyrrverandi. Annar náinn vinur Kardashian, Larry Kraines, minntist þess að Robert hefði sagt honum að Priscilla væri „frábær,“ en Elvis gæti ekki hætt að stjórna henni. Kardashian hélt því fram við vini sína að Elvis vildi ekki að Priscilla hitti aðra karlmenn vegna þess að þau ættu dóttur saman og Elvis tók mikinn þátt í uppeldi hennar. Robert var að sögn vina hans mjög pirraður vegna þessa og farinn að finna fyrir pressunni sem Elvis setti á Priscillu.
Ástarsamband Robert og Priscillu hófst um 1975 eftir að þau kynntust fyrir tilstilli eldri bróður Roberts, Tom Kardashian, sem þá var með fyrrverandi ungfrú Missouri, Joan Esposito, sem var fyrrverandi eiginkona tónleikastjóra Elvis. Aftur flækja!
Til að flækja málin enn frekar þá var Tom einnig hrifinn af Priscillu, en hún valdi yngri bróðurinn, sem að sögn Migdal vakti mikla reiði Tom og gerði hann afbrýðisaman út í Robert.
Tom Kardashian og Esposito giftu sig og áttu langt og farsælt hjónaband, en Tom viðurkenndi að hann hefði haft miklar áhyggjur þegar hann sá hversu mikið Priscilla stjórnaði bróður hans.
„Priscilla hafði mikil áhrif á bróður minn og breytti skoðunum hans um hvernig hann ætti að klæða sig, hvernig hann ætti að keyra og hvað hann ætti að gera og hún gat gert þetta auðveldlega vegna þess að hún var svo aðlaðandi og af því hún hafði áhrif á hann,“ sagði Tom í viðtali við Oppenheimer fyrir bók hans.
En það var einnig önnur hlið á málinu, hlið Priscillu sem fór að finna fyrir því að Robert væri, eins og Elvis, að reyna að stjórna henni, meðal annars þegar Kardashian vildi breyta henni í „tamda armenska húsmóður og það reiddi Priscillu,“ sagði Migdal. „Priscilla reyndi einu sinni að elda kvöldmat fyrir Robert vegna þess að hann spurði hana í sífellu, svo Priscilla sagði að eitt kvöldið hefði hún eldað aspas og hún lagði sig fram um að gera það fullkomið, og hann hataði eldamennskuna. Hún sagði að eftir máltíðina hafi Robert aldrei lagt til að hún eldaði kvöldmat fyrir hann aftur.“
Reið og sár lýsti Priscilla því yfir að möguleiki á hjónabandi þeirra Robert væri ekki lengur fyrir hendi og hún myndi ekki giftast neinum fyrr en eftir andlát Elvis. Hún hefur ávallt haldið því fram að Elvis hafi verið eina ástin í lífi hennar, en Tom segir að raunverulega ástæðan fyrir að hjónabandi hennar og Elvis hafi lokið sé:
„Elvis vildi ekki leyfa Priscillu að fara með í allar [tónleikaferðirnar] og Elvis var langstærsta kvennagull heimsins. Hann VAR konungurinn og allar þessar konur komu ef hann kallaði,“ sagði Tom. „Elvis hélt Priscillu og Joan og hinum eiginkonunum frá því sem var að gerast og þess vegna gekk hjónabandið ekki upp.“
Robert Kardashian giftist fyrstu eiginkonu sinni af þremur, Kris Houghton, árið 1978. Þau skildu árið 1991. Þegar Robert lá á dánarbeðinu, veikur af krabbameini, árið 2003 hringdi Priscilla í hann, að sögn náinna heimildarmanna, og sagði honum blíðlega að hún elskaði hann, sem fékk Robert til að tárfella.