Dusan Tadic fyrirliði Ajax mun líklega rifta samningi sínum við félagið en hann er brjálaður yfir meðalmennsku í leikmannamálum.
Þessi 34 ára leikmaður neitaði að mæta til æfinga á miðvikudag og fimmtuag og ræðir við félagið.
Ajax endaði í þriðja sæti hollensku deildarinnar á síðustu leiktíð og fær því ekki Meistaradeildarsæti.
Er þetta í fyrsta sinn í þrettán ár sem Ajax er ekki með þar og Tadic virðist eiga erfitt með að sætta sig við það.
Tadic lék áður með Southampton áður en hann kom til Hollands þar sem hann fann sig vel en vill nú burt.