fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Fjölmiðlar velta fyrir sér ummælum Zlatan í kveðjuræðu sinni – Hvað var hann að gefa í skyn?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. júní 2023 08:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann eftir leik AC Milan gegn Verona í gær. Það virðist sem svo að hann muni snúa aftur til Milan í einhverri mynd.

„Það eru svo margar minningar á þessum leikvangi. Þegar ég kom fyrst færðuð þið mér hamingju. Þegar ég kom í annað sinn færðuð þið mér ást. Ég vil þakka fjölskyldunni og þeim sem eru nánir mér fyrir að sýna mikla þolinmæði. Ég vil þakka hinni fjölskyldunni, leikmönnum, þjálfurum og starsfmönnum fyrir ábyrgðina sem þið færðuð mér. Ég vil þakka stjórnarmönnum fyrir tækifærið sem þið gáfuð mér,“ sagði Zlatan eftir leikinn í gær.

Hann þakkaði stuðningsmönnum svo innilega.

„Síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsmönnunum. Þið tókuð á móti mér með opnum örðum og ég verð stuðningsmaður Milan að eilífu. Þða er kominn tími til að kveðja fótboltann, en ekki ykkur. Það er of mikið af tilfinningum. Ef þið eruð heppin sjáið þið mig. Áfram Milan, bless.“

Enskir miðlar velta upp ummælum Zlatan í restina. Vilja þeir meina að kappinn hafi gefið í skyn að hann gæti orðið þjálfari hjá Milan eða jafnvel tekið að sér annars konar starf. Hvernig sem því líður er allavega útlit fyrir að hann snúi aftur sem stuðningsmaður á pöllunum.

Zlatan átti stórkostlegan feril. Hann skoraði 511 mörk í félagsliðaboltanum fyrir Malmö, Ajax, Juventus, Barcelona, Inter, PSG, Man United, LA Galaxy og Milan.

Þá skoraði framherjinn stóri og stæðilegi 62 mörk í 122 A-landsleikjum fyrir Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Í gær

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Í gær

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina