fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Svara Pétri eftir eldræðu gærdagsins og vísa staðhæfingum hans til föðurhúsanna – „Hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 14:33

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Púls Media, sem sér um alla framleiðslu og dreifingu á öllum innlendum birtingum fyrir Bestu deildirnar, hefur svarað Pétri Péturssyni, þjálfara kvennaliðs Vals, eftir eldræðu hans í gær þar sem hann sagði að Besta deild kvenna væri ekki sýnileg.

Þeir sögðust ætla að bæta allt saman varðandi auglýsingar og annað. Ég hef ekki séð að það sé leikur hjá kvennaliði í Bestu deildinni en ég veit alltaf hverjir eru að spila í karlaliðunum. Það þarf að hypja upp um sig buxurnar, mér finnst þetta bara lélegt. Ef það er 5% sem fer í Bestu deild kvenna þá spyr ég styrktaraðila: Er það það sem þið viljið?  Við ætluðum að efla áhorf í kvennafótboltanum, fá fólk á völlinn. Við erum ósýnileg finnst mér,“ sagði Pétur við Fótbolta.net.

Púls Media hefur nú svarað þessu og vísar staðhæfingum Péturs til föðurhúsanna.

„Í kjölfarið af stafhæfingu Péturs Péturssonar þjálfara Vals í Bestu deild kvenna í gær um að leikir í Bestu deild kvenna séu ósýnilegir þegar kemur að auglýsingum og að hann sjái bara auglýsta leiki í Bestu deild karla langar okkur hjá Púls Media nota tækifærið og segja Pétri að hann hafi einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Púls Media.

Púls Media bendir á að fleiri leikir séu spilaðir í Bestu deild karla. Miðað við það sé hver leikur í Bestu deild kvenna í raun oftar auglýstur.

„Hjá okkur er enginn einstaklingur að ákveða hvaða leikir eru auglýstir, það er gert 100% sjálfvirkt af hugbúnaði. Við höfum í samráði við Íslenskan Toppfótbolta lagt mikla áherslu á að birtingar á auglýsingum í Bestu deild kvenna og karla séu til jafns. Það sem Pétur kannski áttar sig ekki á þegar hann segist sjá fleiri auglýsingar í karladeildinni er sú staðreynd að næstum helmingi fleiri leikir hafa verið spilaðir í Bestu deild karla en kvenna. Ástæðan er einfaldlega sú að í apríl hófst Besta deild karla rúmum tveimur vikum fyrr ásamt því að í karladeildinni eru fleiri lið en í kvennadeildinni. Heildarfjöldi leikja í Bestu deild karla eru 162 leikir á meðan þeir eru 111 í Bestu deild kvenna (46% fleiri leikir karla megin).

Það góða við að láta hugbúnað stýra þessu eru gögnin sem við fáum í rauntíma þegar kemur að birtingum á vefmiðlum eða umhverfisskiltum. Samkvæmt þeim gögnum hefur hver auglýstur leikur í Bestu deild kvenna fengið 22% fleiri birtingar en í Bestu deild karla.“

Púls Media birtir þá eftirfarandi myndir, máli sínu til stuðnings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“