fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Harðorður í garð landsliðsþjálfarans og segir hann hafa gert stór mistök – ,,Það þarf að eyða þessum enska hroka“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. maí 2023 22:00

DOHA, QATAR - NOVEMBER 20: Manager Gareth Southgate shares a joke during the England Training Session at on November 20, 2022 in Doha, Qatar. (Photo by Alex Pantling/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Wynalda, fyrrum leikmaður bandaríska landsliðsins, hefur skotið föstum skotum á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

Southgate hefur ekki gefið Folarin Balogun, leikmanni Arsenal, tækifæri með enska landsliðinu sem varð til þess að sóknarmaðurinn valdi Bandaríkin.

Balorun hefur ákveðið að spila fyrir Bandaríkin frekar en England en hann á að baki 18 leiki fyrir yngri landslið þess síðarnefnda.

Framherjinn hefur verið frábær fyrir Reims í Frakklandi á tímabilinu og hefur skorað 19 deildarmörk í 34 leikjum.

Wynalda kallar Southgate hrokafullan en landsliðsþjálfarinn hefur um marga leikmenn að velja en Balogun hefur ekki verið einn af þeim.

,,Gareth Southgate gerði svo sannarlega mistök með nýjustu ummælum sínum um hæfileikaríkan strák sem spilar í Frakklandi,“ sagði Wynalda.

,,Hann sagði; ‘Við getum ekki bara gefið hverjum leikmanni tækifæri því það er möguleiki á að hann velji annað land.’

,,Ef hann gæti tekið þessi ummæli til baka í dag þá held ég að hann myndi gera það. Hann vanmetur gæði leikmannsins og reynir svo að hundsa það.“

,,Mér þykir leitt að segja frá þessu en stundum þarf að eyða þessum enska hroka og þetta er eitt af þeim skiptum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“