Kerem Demirbay, leikmaður Leverkusen, var harðorður í garð Jose Mourinho eftir leik í Evrópudeildinni á fimmtudag.
Leverkusen mistókst að komast í úrslitaleik keppninnar eftir markalaust jafntefli við Roma sem er undir stjórn Mourinho.
Roma vann fyrri leikinn 1-0 en Leverkusen var miklu sterkari aðilinn í vikunni og átti 23 skot að marki á meðan Roma hitti ekki markið einu sinni.
Mourinho hefur oft verið gagnrýndur fyrir leiðinlegan fótbolta og er Demirbay alls ekki hrifinn af spilamennsku ítalska liðsins.
,,Það er skammarlegt að á þessu stigi fótboltans að það sé hægt að verðlauna svona spilamennsku. Þetta var virkilega ljótt undir lokin,“ sagði Demirbay.
Mourinho er væntanlega alveg sama um þessi ummæli en hann mun nú spila við Sevilla í úrslitum keppninnar.