fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Arteta opinberar hver næstu skref eru

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 11:30

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal ætlar næst að vinna í því að reyna að endurnýja samninga Bukayo Saka og William Saliba, í kjölfar þess að samningur Gabriel Martinelli var framlengdur í morgunsárið.

Samningur Martinelli, sem er lykilmaður hjá Arsenal, var að renna út eftir næstu leiktíð. Möguleiki var á að framlengja þann samning um tvö ár.

Nýr samningur mun hins vegar gilda til 2027. Einnig verður möguleiki á að framlengja nýja samninginn um eitt ár til viðbótar.

Samningar þeirra Saka og Saliba, sem einnig eru algjörir lykilmenn í toppliði Arsenal, renna út eftir næstu leiktíð og vill félagið framlengja þá hið snarasta.

„Við erum að reyna að klára það. Það er hluti af áætluninni að framlengja samninga hæfileikaríkustu leikmanna okkkar,“ segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“