fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Fundu óvæntan gest í innrituðum farangri

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 17:30

Mynd: Twitter/TSA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn öryggiseftirlitsins á John F. Kennedy flugvellinum í New York í Bandaríkjunum fundu þann 16. nóvember síðastliðinn óvæntan gest í farangurstösku sem hafði verið innrituð í flug til Atlanta og þaðan átti hún svo að fara til Flórída.

Sem betur voru árvökulir starfsmenn á vakt þennan daginn því í töskunni var að finna kött. Starfsmaður öryggiseftirlitsins sá köttinn þegar taskan fór í gegnum röntgen og var kötturinn tekinn úr töskunni áður en farið var með hana í farangursgeymslu flugvélarinnar.

Mynd: Twitter/TSA

Kötturinn sem fannst í töskunni var ekki í eigu þess sem átti töskuna, heldur var hann í eigu annars íbúa á sama heimili. Talsmaður öryggiseftirlitsins á flugvellinum segir að talið sé að kötturinn hafi laumast ofan í töskuna án þess að eigandi hans eða töskunnar vissi af því. Góðu fréttirnar eru þær að kötturinn fannst fyrir flugið og nú er hann kominn heill á húfi heim til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu