fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Fyrirliðinn framlengir við KA

Victor Pálsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Sigurgeirsson hefur krotað undir nýjan samning við lið KA sem gildir til ársins 2025.

Þetta staðfesti KA nú í kvöld en liðið leikur í efstu deild, Bestu deildinni, og er Ásgeir mikilvægur hlekkur í liðinu.

Ásgeir er 25 ára gamall sóknarmaður og hefur leikið með KA undanfarin sex ár.

Tilkynning KA:

Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA í knattspyrnu skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið sem gildir út árið 2025. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Geiri algjör lykilmaður í okkar liði og stórkostlegur karakter sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár.

Ásgeir er 25 ára gamall framherji sem kom fyrst á láni til KA frá norska liðinu Stabæk sumarið 2016. Hann sló heldur betur í gegn er KA tryggði sér loksins sæti í efstu deild með sannfærandi sigri í Inkasso deildinni. Ásgeir skoraði 8 mörk það sumarið og þar á meðal sigurmarkið gegn Selfyssingum sem tryggði úrvalsdeildarsætið.

Í kjölfarið gekk Geiri endanlega til liðs við KA og hefur nú leikið 127 leiki í deild og bikar fyrir félagið og gert í þeim 33 mörk. Eins og fleiri leikmenn KA kemur Geiri frá Húsavík þar sem hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Völsung sumarið 2012 aðeins 15 ára gamall. Þaðan gekk hann í raðir norska liðsins Stabæk þar sem hann dvaldi í tvö ár. Geiri er því þrátt fyrir ungan aldur kominn með ansi mikla reynslu í meistaraflokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt