fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Gjafapoki til kynningar á bandarískri iðnframleiðslu innihélt „Made in China“ gjafir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júní 2022 15:00

Þetta var nú ansi klaufalegt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að frekar óheppileg mistök hafi verið gerð þegar gjafapokar, sem áttu að kynna bandaríska iðnframleiðslu, voru útbúnir. Þeir voru síðan gefnir þátttakendum á alþjóðlegri ráðstefnu. Það vakti að vonum athygli margra að í pokunum voru munir sem voru merktir „Made in China“.

The Guardian segir að á nýlegri ráðstefnu, Summit of the Americas, í Los Angeles hafi allskonar gjöfum verið mokað í ráðstefnugesti. Það voru hinir ýmsu hópar og samtök sem reyndu að auglýsa sig og málstað sinn með þessu.

Ráðstefnuna sóttu stjórnmálamenn og forstjórar iðnfyrirtækja en eitt aðalfundarefnið var hvernig sé hægt að hraða þróun á fátækum svæðum í Mið- og Suður-Ameríku.  Meðal þátttakenda voru Joe Biden, Bandaríkjaforseti, Sundar Pichai, forstjóri Google, og Nick Clegg, þriðji æðsti stjórnandi Meta.

Bandaríska verslunarráðið deildi út gjafapokum á ráðstefnunni en það var einmitt verslunarráðið sem stóð fyrir henni.

En við nánari skoðun á innihaldi gjafapokanna kom í ljós að innihaldið var nú ekki allt beint frá Bandaríkjunum.  Til dæmis var drykkjarflaska, úr málmi, merkt „CHINA“ á botninum og á sólhlífum stóð „Made in China“. Ekki mjög bandarískt og beinlínis vandræðalegt fyrir hlutaðeigandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða