fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Hún myrti börnin sín þrjú – Faðir þeirra gleymir aldrei síðustu orðum sonarins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 07:08

Andrew McGinley með börnin sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar á síðasta ári kom Andrew McGinley heim til sín í Dublin. Þar mætti honum hræðileg sjón. Börnin hans þrjú voru lífvana í húsinu. Connor, 9 ára, Darragh, 7 ára, og Carla, 3 ára, höfðu öll verið myrt. Það var móðir þeirra, hin 44 ára Deidre Morley, sem hafði framið þennan hryllilega verknað.

Hún var síðar fundin sek um morðin en úrskurðuð ósakhæf þar sem hún glímdi við mikið þunglyndi þegar hún myrti börnin sín.

Andrew ræddi nýlega við Irish Mirror um málið og sagði þá meðal annars að síðustu orð sonar hans sæki sífellt á hann. Hann heyri sífellt Connor segja: „Stoppaðu mamma, hvað ertu að gera?“ en þetta sagði hann þegar móðir hann setti plastpoka yfir höfuð hans. Deidre skýrði frá þessu við yfirheyrslur.

„Ég stend í erfiðri baráttu því allt sem ég heyri eru síðustu orð Connors. Þau endurtaka sig í sífellu í höfði mér,“ sagði hann og bætti við að hjónaband hans og Deidre eigi sér enga framtíð, samband þeirra geti aldrei orðið eðlilegt á nýjan leik.

„Ég veit að ég er gjörbreyttur. Ef ég get hjálpað henni með meðferð hennar eða á lagalega sviðinu þá geri ég það og það veit hún,“ sagði hann einnig.

Deidre, sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur, neitaði sök fyrir dómi og bar fyrir sig geðveiki á þeirri stundu er hún myrti börnin. Tveir sálfræðingar tóku undir þetta.

Áður en hún kyrkti börnin og kæfði hafði hún reynt að deyfa þau. Hún vildi sjálf deyja og ætlaði að taka börnin með sér í dauðann. Kvöldið fyrir voðaverkið setti hún morfín í mat drengjanna og drykkjarflösku Carla. En þau spýttu því öll út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu