fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Loftslagsbreytingarnar – Þetta getur þú gert til að draga úr kolefnisfótsporum þínum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 15:00

Áhrifa loftslagsbreytinganan gætir víða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðarleiðtogar funduðu nýlega í Glasgow og reyndu að ná samstöðu um aðgerðir til að losa úr losun gróðurhúsalofttegunda til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinganna. Ekki eru allir sammála um hversu mikill árangur varð af þessum viðræðum. En hvað sem því líður þá getum við sem einstaklingar lagt okkar af mörkum til að draga úr þeim kolefnisfótsporum sem við skiljum eftir okkur.

Við getum til dæmis tryggt að heimili okkar sé vel einangruð til að minnka orkunotkun við kyndingu húsa, þetta á sérstaklega við ef við höfum ekki aðgang að hreinni og umhverfisvænni orku, á borð við heitt vatn, til húshitunar. Olíukynding er til dæmis ekki umhverfisvæn. En við getum líka gert meira heima. Það munar um allt og ef við til dæmis slökkvum alltaf ljósin þegar við erum ekki að nota þau og slökkvum alveg á rafmagnstækjum í stað þess að láta þau vera á „Standby“ þá spörum við einnig rafmagn. Þar koma fjöltengi með straumrofa sér vel, þá er lítil fyrirhöfn að slökkva á öllu saman. Hér á landi dregur þetta svo sem ekki mikið úr þeim kolefnisfótsporum sem við skiljum eftir okkur en þetta lækkar rafmagnsreikninginn aðeins.

Með því að draga úr matarsóun og neyslu á rauðu kjöti höfum við áhrif til góðs hvað varðar þau kolefnisspor sem við skiljum eftir okkur. Búfénaður á sök á 14% þess magns gróðurhúsalofttegunda sem eru losaðar út í andrúmsloftið í heiminum og eru nautgripir þar atkvæðamestir. Með því að draga úr neyslu á rauðu kjöti og mjólkurvörum  leggjum við okkar af mörkum til að draga úr þessari losun. Sérstaklega ef við skerum niður neyslu á rauðu kjöti á borð við nautakjöt og lambakjöt. En það þarf líka að hafa í huga að þótt matvara þyki „kolefnisfótsporavæn“ þá þýðir það ekki endilega að hún hafi eins lítil áhrif og margir telja. Það þarf að líta til framleiðsluaðferða, uppruna og flutninga á henni. Hvað varðar matarsóun þá er um að gera að reyna að draga úr henni eins og hægt er með því að skipuleggja matseðil vikunnar og reyna að nýta alla afganga. Einnig getur verið gott að elda bara minna og setja minna á diskana. Samkvæmt tölum frá Waste & Resources Action Programme er talið að heimsbyggðin hendi á bilinu 25-30% af öllum mat.

Svo er það auðvitað það sem við heyrum oft talað um. Flug- og bílferðir. Samgöngur standa á bak við tæplega fjórðung á losun gróðurhúsalofttegunda. Það er kannski erfitt að lifa „bíllausu“ lífi en við getum reynt að draga úr notkun okkar á bílum og þannig lagt okkar af mörkum. Það er því um að gera að hjóla eða ganga ef hægt er að koma því við, nú eða nota almenningssamgöngur.  Hvað varðar flug þá mengar það ansi mikið og því hefur það áhrif ef við reynum að fljúga eins lítið og við getum en það getur auðvitað reynst hægara sagt en gert fyrir okkur sem búum á eyju úti í Atlantshafi.

Svo er það snilldarráð að hugsa áður en við kaupum. Ef við tökum sem dæmi kaup á gallabuxum þá er snjallt að hugleiða hvernig þær eru framleiddar, framleiðsluferlið, flutninginn á markaðinn og þvottinn á þeim. Reynum síðan að nota fötin okkar eins lengi og hægt er, þau eru ekki endilega ónýt þó lítið gat komi á þau. Svo er auðvitað að gefa fatnað til góðgerðasamtaka þegar við hættum að nota hann, aðrir geta hugsanlega notað það sem við viljum ekki eða getum ekki notað lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið