fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Svakalegt myndband af æfum viðskiptavini – Skvetti súpu framan í starfsmann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 21:00

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hefur verið handtekin í Texas í Bandaríkjunum eftir að myndband af henni skvetta súpu yfir starfsmann á mexíkóskum veitingastað. TMZ greinir frá.

Konan var svona reið því hún sagði súpuna hafa verið svo heita að plastlokið bráðnaði. Hún hringdi fyrst á staðinn en „kom síðan aftur á veitingastaðinn og byrjaði að rífast við starfsmann.“

Í myndbandinu, sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, má sjá konuna ræða við Janelle Broland, yfirmann á staðnum. Skyndilega tekur hún súpuílátið og skvettir öllu innihaldinu yfir starfsmanninn áður en hún rýkur út.

Janelle fór yfir atvikið í samtali við TMZ. Hún sagði að konan hefði komið og sótt súpuna en komið aftur tíu mínútum seinna til að kvarta. Hún segir að konan hefði verið brjáluð því eitthvað af plastumbúðunum var í matnum hennar.

Jannelle var eini yfirmaðurinn á vakt þennan dag og segist hafa reynt að hafa stjórn á aðstæðum með því að biðja konuna afsökunar og bauðst til að endurgreiða henni súpuna að fullu og/eða hún mætti velja sér eitthvað annað af matseðli. Konan var greinilega ekki sátt við þetta og heimtaði að fá að tala við einhvern annan yfirmann, einhvern sem væri hærra settur innan fyrirtækisins. Þegar Jannelle reyndi að útskýra fyrir konunni að það væri ekki annar yfirmaður á staðnum fauk svoleiðis í konuna að hún skvetti allri súpuna framan í Jannelle.

Lögreglan er að rannsaka málið og segist Jannelle ætla sér að kæra konuna. Þar til hefur hún verið bönnuð á staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“