Tveir leikir fóru fram í Mjólkurbikar kvenna fyrr í kvöld. Grindavík og Grótta unnu sína leiki og fóru áfram.
Grindavík fékk Hamar í heimsókn og vann 2-0 með mörkum frá Írenu Björk Gestsdóttur og Christabel Oduro.
Fram steinlá þá gegn Gróttu á heimavelli, 0-4. Diljá Mjöll Aronsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Gróttu. María Lovísa Jónasdóttir og Bjargey Sigurborg Ólafsson skoriðu einnig.
Grindavík og Grótta leika í Lengjudeildinni í sumar en Hamar og Fram deild neðar.