fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Sjáðu einkunnir úr fyrsta leik Pepsi Max 2021

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 22:42

Johannes Vall hefur átt fína byrjun með Völsurum. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar Vals unnu 2-0 sigur á ÍA í fyrsta leik tímabilsins í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Hér neðst í fréttinni má finna einkunnagjöf 433.is eftir leik.

Fyrri hálfleikur var fremur rólegur. Skagamenn héldu Völsurum í skefjum, gáfu þeim lítið pláss til að skapa sér eitthvað markvert. Þá réðu leikmenn ÍA leiknum á kaflaí fyrri hálfleik. Heimamenn í Val komu þó mun sterkari inn í seinni hálfleikinn og unnu 2-0 með mörkum frá Patrick Pedersen og Kristni Frey Sigurðssyni. Á milli marka Vals fékk Ísak Snær Þorvaldsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hér má lesa nánari skýrslu frá leiknum.

Patrick Pedersen er valinn maður leiksins hér á síðunni með 8 í einkunn. Hann skoraði alvöru framherja mark í kvöld ásamt því að stoðsending hans á Kristinn Frey í marki þess síðarnefnda var virkilega smekkleg. Kristinn Freyr fær einmitt sömu einkunn og Patrick. Þá má geta þess að Johannes Vall átti virkilega flotta frumraun í vinstri bakverðinum hjá Val.

Hjá Skagamönnum er skoski miðvörðurinn Alex Davey valinn bestur. Hann kom til ÍA fyrir tímabilið.

Valur

Hannes Þór Halldórsson (6), Johannes Vall (7), Rasmus Christiansen (6), Sebastian Hedlund (6), Birkir Már Sævarsson (7), Haukur Páll Sigurðsson (6), Kristinn Freyr Sigurðsson (8), Christian Köhler (7), Sigurður Egill Lárusson (7), Patrick Pedersen (8, maður leiksins), Kaj Leo (7)

Varamenn: Spiluðu of lítið til að fá einkunn.

ÍA

Árni Snær Ólafsson (5), Elias Tamburini (6), Alex Davey (7), Óttar Bjarni Guðmundsson (5), Hallur Flosason (5), Brybjar Snær Pálsson (5), Ísak Snær Þorvaldsson (4), Arnar Már Guðjónsson (6), Viktor Jónsson (6), Hákon Ingi Jónsson (6), Gísli Laxdal Unnarsson (6)

Varamenn: Aron Kristófer Lárusson (5), Steinar Þorsteinsson (5), Guðmundur Tyrfingsson (5), Jón Gísli Eyland Gíslason (5)

Mynd/Ernir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna