fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Gagnrýnir framlínu Liverpool – ,,Þeirra stærsta vandamál“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, hvetur Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, til þess að gefast upp á því að spila Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino saman í fremstu víglínu Liverpool.

Carragher segir að vandræði Liverpool á leiktíðinni stafi ekki einungis af meiðslum í vörninni. Að hans sögn liggur sökin einnig hjá sóknarmönnunum sem hafa ekki staðið sig.

Salah hefur átt flott tímabil heilt yfir, skorað 29 mörk. Þá hefur Mane skorað 13 og Firmino aðeins sex.

,,Fólk talar um vandamál í miðri vörn Liverpool. Þeirra stærsta vandamál er hinum megin á vellinum,“ sagði Carragher á Sky Sports í vikunni.

,,Þeir fengu Diogo Jota inn og hann hefur skorað nokkur mörk en ég sagði það fyrir sex mánuðum að það þyrfti að brjóta upp fremstu víglínu.“

,,Þegar þú horfir á frábær sóknarteymi í gegnum tíðina þá sérðu þá kannski endast í þrjú ár og svo er því breytt. Framlína Liverpool hefur verið saman í fjögur eða fimm ár svo það þarf að brjóta hana upp í sumar.“ 

Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Liverpool. Liðið er í 6.sæti, fjórum stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sæti. Þá á Liverpool erfiðan leik gegn Manchester United á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leiður því Gyokores valdi Arsenal frekar en United

Leiður því Gyokores valdi Arsenal frekar en United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu frábært mark Richarlison í fyrstu umferðinni

Sjáðu frábært mark Richarlison í fyrstu umferðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Sunderland byrjar gríðarlega vel – Dramatík á Amex vellinum

England: Sunderland byrjar gríðarlega vel – Dramatík á Amex vellinum
433Sport
Í gær

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur