fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Eru allir að stríða Óskari Hrafni?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 14:30

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru allir að stríða Óskari Hrafni vini mínum, setja hann í fyrsta sæti. Setja alla presuna á hann,“ sagði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag og átti þar við um að Breiðablik var spáð sigri í efstu deild karla.

Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn settu fram spá sína í gær, þar er Blikum í fyrsta sinn í sögunni spáð sigri í efstu deild. Breiðablik hefur einu sinni í sögunni orðið Íslandsmeistari, það var árið 2010.

„Ég held að í fyrsta lagi sé það út af því að ekkert lið hefur náð í betri úrslit en Breiðablik í vetur, Óskar á öðru ári með þetta lið. Ætti að vera kominn með það lengra en á síðustu leiktíð, ég er ekki viss um að allir séu að stríða Óskari. Það eru margir sem telja að Breiðablik verði Íslandsmeistari,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem var gestur í þætti Hjörvars.

„Blikar verða í þessari baráttu, ég er viss um það,“ sagði Gummi Ben um sumarið en efsta deild karla fer af stað í dag.

Hjörvar telur að fólki hafi gaman af því að setja mikla pressu á Óskar Hrafn. „Ég held að menn hafi gaman af því að fleygja pressu á Óskar.“

Kristján Óli Sigurðsson telur að Blikar verði í baráttu um þann stóra. „Mér finnst þeir vera með bestu breiddina, tvo menn í hverri einustu stöðu. Það tók Óskar smá tíma að koma þessu í stand, með tvær markavélar sem eiga að skora tíu mörk.“

Breiðablik mætir KR í fyrstu umferð en leikurinn fer fram á sunnudag á Kópavogsvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slæm tíðindi fyrir Vestra

Slæm tíðindi fyrir Vestra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Í gær

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Í gær

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið